fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í 40 ár

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sérstaða Skorra felst í því að við höfum haldið okkur við það að selja sænsku Tudor-rafgeymana í 40 ár. Það hefur verið okkur og bíleigendum til gæfu að við höfum haldið okkur við þetta sérsvið og ræktað það,“ segir Lárus Björnsson, rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu Skorra ehf. sem var stofnað árið 1978.

Tudor-rafgeymar eru rómaðir fyrir gæði og passa í allar gerðir bíla, en einnig í vinnuvélar, mótorhjól, skip og öll frístundatæki sem notuð eru á sumrin. Skorri sinnir öllum slíkum þörfum.

„Flestir nýir bílar, sem ekki eru rafbílar eða hybrid, eru með svokallað stopp-start kerfi þar sem bíllinn drepur á sér þegar hann er stöðvaður og ræsir aftur þegar stigið er á bensíngjöfina, en þetta bæði sparar eldsneyti og er umhverfisvænt. Það þarf sérstaka rafgeyma í þessa bíla, sem Tudor-framleiðir,“ segir Lárus.

Hraðþjónusta með endurgjaldslausri bilanagreiningu

Að sögn Lárusar endist rafgeymir í venjulegum fjölskyldubíl í fjögur til sex ár. „Þegar kólnar á haustin þá reynir meira á rafgeymana. Vélin verður þyngri í starti, ég tala nú ekki um eftir næturfrost. Þá kemur oft í ljós að rafgeymirinn er orðinn lélegur þó að hann hafi dugað yfir sumarið. Við rekum hraðþjónustu hér þannig að þú getur mætt með bílinn án þess að panta tíma og látið okkur mæla endurgjaldslaust. Við höfum mjög góð tæki til bilanagreininga og ef eitthvað annað amar að en rafgeymirinn getum við vísað á verkstæði sem við erum í samstarfi við.“

Það eru eingöngu þjálfaðir fagmenn sem vinna hjá Skorra og þeir tryggja að bíleigendur geta ávallt treyst á þjónustu þeirra þegar kemur að rafgeymum. Sem betur fer er þetta ekki dýr fjárfesting. Rafgeymir í venjulegan fjölskyldubíl kostar á bilinu 13 til 20 þúsund krónur og í flestum tilvikum er ísetningin ódýr því hún tekur stuttan tíma.

Skorri er með yfir 150 stærðir af rafgeymum á lager til að tryggja að ávallt sé til rafgeymir í það tæki sem um ræðir hverju sinni. Kappkostað er að hafa ávallt ferska og góða rafgeyma á lager því hillulíf þeirra er takmarkað. Þess vegna eru pantaðir rafgeymar til landsins tvisvar í mánuði.

„Einnig seljum við hleðslutæki sem líka eru vaktarar og mega vera stöðugt í sambandi yfir hinn langa vetur á Íslandi en það getur reynst vel fyrir bíla og tæki sem ekki eru í notkun á veturna.“

 

Skorri er til húsa að Bíldshöfða 12 og símanúmer er 577-1515. Allar nánari upplýsingar eru á nýrri og endurbættri vefsíðu skorri.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn