fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Elding – hvalaskoðun: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að hægt er að komast í hvalaskoðun frá miðbæ Reykjavíkur? Fyrirtækið Elding-hvalaskoðun er með höfuðstöðvar að Ægisgarði 5, þar er miðasala í hvalaskoðunarbátinn Eldingu og siglt er þaðan út í Faxaflóa.

„Enn eru um 95% okkar gesta erlendir ferðamenn en við verðum alltaf ákaflega glöð þegar við fáum Íslendinga í þessar ferðir. Það er nefnilega svo frábært að geta boðið upp á hvalaskoðunarferðir úr miðri Reykjavík og það eru kannski ekki margir sem vita að hvalir synda hérna skammt frá fjörunni. Við förum yfirleitt ekki lengra en 7 til 10 mílur frá landi til að sjá hvali,“ segir Sveinn Hólmar Guðmundsson, umhverfis- og gæðastjóri hjá Eldingu.

Hver ferð tekur þrjá klukkutíma. Kaffitería er um borð með heitum og köldum drykkjum og léttum veitingum. Salerni er um borð og boðið upp á kuldagalla. Boðið er upp á innihaldsríka leiðsögn og er hún í umsjá háskólamenntaðra sjávarlíffræðinga.

„Við höfum skráð sýnileikatíðnina í Excel-skjal undanfarin ár og samkvæmt því er hún um 95% yfir sumarið. Hún lækkar eitthvað yfir veturinn en þó verða mest spennandi ferðirnar þá. Þegar síldin og loðnan koma inn verður veisla hjá hnúfubaknum og háhyrningnum – sem svo aftur verður veisla fyrir augað þegar siglt er hjá,“ segir Sveinn.

Sveinn segir jafnframt að hvalveiðar séu núna í brennidepli umræðunnar og mjög umdeildar. „Í ljósi umræðunnar viljum við að Íslendingar kynni sé málin og við viljum gefa þeim kost á að sjá hvali í sínu náttúrulega umhverfi,“ segir Sveinn.

Nánari upplýsingar um ferðirnar eru veittar í síma 519-5000. Hægt er að panta ferð með því að senda tölvupóst á netfangið elding@elding.is eða einfaldlega mæta niður á Ægisgarð 5 og kaupa miða. Einnig eru upplýsingar á vefsíðunni elding.is og Facebook-síðunni Elding.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum