fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Veitingastaðurinn Geitafell: Fullkomnar ferðina á Vatnsnesið

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að hljóma sem fullmikil bjartsýni að opna veitingastað utan alfaraleiðar eða um 20 kílómetrum frá litlum þéttbýlisstað, Hvammstanga. En þetta gerði Róbert Jón Jack árið 2002 og í dag er veitingastaður hans, Geitafell á Vatnsnesi, afar vinsæll. Um 6–10.000 manns snæða á staðnum árlega, flestir erlendir ferðamenn, en staðurinn er opinn frá 15. maí og út september.

Róbert og eiginkona hans keyptu jörðina árið 2002 og byggðu þar afskaplega fallegt íbúðarhús í stíl gamla íslenska sveitabæjarins. Veitingastaðurinn sjálfur er í húsnæði sem upphaflega var hlaða.

Súrheysturninn á landareigninni var hins vegar endurbyggður eins og skoskur kastalaturn; á fyrstu hæðinni er minjasafn um sveitina í kring og þá sem þar hafa búið, en á annarri hæð er stórmerkilegt safn tengt enska knattspyrnuliðinu Man. Utd. en tengsl hafa verið hjá Róberti og ættingjum hans við gamlar stjörnur og fyrrverandi þjálfara liðsins. Þetta er safn sem enginn aðdáandi Man. Utd. ætti að láta framhjá sér fara.

Á efstu hæðinni er síðan stórkostlegt útsýni yfir flóa, strandir og skaga.

„Það er tilvalið í einni ferð að skoða Selasetrið á Hvammstanga, selalátrin við Svalbarð og Illugastaði sem er næsti bær við okkur, koma í mat til okkar að Geitafelli, skoða svo Hvítserk, Borgarvirki og Kolugljúfur á leiðinni heim,“ segir Róbert.

Dýrindis sjávarréttir
Bændur á Vatnsnesi lifðu á sjávarútvegi og í þeim anda er einfaldur matseðill Geitafells en þetta er sjávarréttastaður og eru aðalréttirnir þrír: Sjávarréttasúpa með salati og heimabökuðu brauði, pönnusteiktur silungur og humar.

Réttirnir þykja afbragðsgóðir enda aðeins ferskasta hráefni notað og aðföng sótt í heimabyggð svo útkoman verður aldrei annað en dásamleg.

Þá  spilla ekki fyrir gómsætir eftirréttir en í boði eru skyrkaka, skúffukaka og hjónabandssæla.

Rauðvín, hvítvín og bjór eru til drykkjar og auk þess gosdrykkir, safar, kaffi og te.

Tökustaður Burial Rites

Skammt undan eru Illugastaðir sem eru sögusvið hinnar frægu skáldsögu eftir Hannah Kent, Náðarstund, eða Burial Rites. Sagan byggir á einu frægasta sakamáli Íslandssögunnar um þau Natan, Agnesi og Friðrik en þau tvö síðarnefndu eru jarðsett í kirkjugarðinum að Tjörn.

Ákveðið hefur verið að gera kvikmynd eftir skáldsögunni og hefjast tökur þarna fyrir norðan í sumar eða næsta sumar. Stórleikkonan Jennifer Lawrence verður í hlutverki Agnesar.

Sem fyrr segir er Geitafell afar vinsælt meðal erlendra ferðamanna sem þyrpast þangað á sumrin og hefur staðurinn fengið frábæra dóma á Trip Advisor. Það  er hins vegar full ástæða til að hvetja íslenska ferðalanga til að eiga gæðastund á Geitafelli í sumar.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni geitafell.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum