fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Íslenska gámafélagið: Opnar vefverslun og nýja heimasíðu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna bjóðum við upp á endurvinnslu- og flokkunarvörur fyrir heimili og fyrirtæki í gegnum vefverslun, sem eru mikil tímamót í sögu fyrirtækisins,“ segir Brynja Björg Halldórsdóttir, markaðsstjóri Íslenska gámafélagsins, en fyrirtækið opnað núna um mánaðamótin nýja heimasíðu og vefverslun á slóðinni www.igf.is.

Í vefversluninni eru meðal annars í boði flokkunarílát af öllum stærðum og gerðum sem henta afskaplega vel fyrir sístækkandi hóp fólks sem vilja flokka sorp. „Vinsælustu flokkunarílátin okkar eru stílhrein ílát úr burstuðu stáli sem passa vel inn á heimili og kaffistofur. Fyrirtæki og stofnanir kaupa mikið af háum plastílátum, með mismunandi lokum eftir því hver úrgangurinn er,  s.k. Slim Jim ílát.  Svo eru sífellt fleiri heimili farin að jarðgera heima hjá sér úr lífrænum úrgangi en við seljum m.a. 310 lítra jarðgerðarílát fyrir slíkt,“ segir Brynja.

Maíspokar, bæði innkaupapokar og ruslapokar, eru einnig til í ýmsum stærðum. „Við seljum mikið af maíspokum í verslunum en í vefversluninni er hægt að kaupa þær tegundir sem ekki eru til í verslunum og þær tegundir sem seldar eru í versluninni er hægt að kaupa í kassatali í vefversluninni,“ segir Brynja. Maíspokar eru búnir til úr maíssterkju (raunar maíshrati) sem brotnar niður í náttúrunni. „Burðarpokarnir frá okkur eru fullkomnir í verslunarferðina og svo erum við með ruslapoka sem henta fyrir bæði almennt sorp og lífrænt sorp – niður í 10 lítra poka fyrir lífræna söfnun innandyra og upp í 140 lítra poka.“

Meðal annarra vara í vefversluninni eru hin svokölluðu plokkprik eða ruslatínur sem eru vinsælar græjur í hinu jákvæða plokkæði sem gengur yfir landið. Einnig má nefna örlitlar ruslatunnur til nota á skrifborðum og söfnunarkassa undir pappír undir skrifborðum.

Hægt er að fá allar vörurnar í vefversluninni heimsendar gegn gjaldi eða sækja þær frítt á helstu starfsstöðvar Íslenska gámafélagsins. Starfsstöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu er á Gufunesvegi í Reykjavík en auk þess er hægt að sækja vörurnar á starfsstöðvar fyrirtækisins á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði,  Reyðarfirði, Húsavík Stykkishólmi, Kirkjubæjarklaustri, Selfossi og Keflavík.

 

Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu en með árunum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á flokkun og endurvinnslu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa um 300 manns víða um land. Gleði, ábyrgð og metnaður eru kjörorð Íslenska gámafélagsins.

Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á flestum sviðum umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgangs, gámaleiga, sölu flokkunaríláta og maíspoka, götusópun, snjómokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.

Sjá nánar á www.igf.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR
Kynning
Fyrir 3 vikum

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís