fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið: Einstök innsýn í landbúnaðarsöguna og hágæða handverk úr héraði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 14:00

Ullarselið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum var Landbúnaðarsafn Íslands flutt í núverandi húsnæði að Hvanneyri í Borgarfirði. Við það urðu nokkur tímamót í sögu safnsins en það á sér langa sögu: „Sýningin okkar er hönnuð inn í það rými sem hún er í núna en grunnurinn að því sem við erum að gera var lagður fyrir um 40 árum. Síðan var farið að hafa safnið opið fyrir 30 árum og á þeim tíma hefur það stækkað og munum fjölgað,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri.

Á safninu gefur að líta gripi sem ná langt aftur í aldir og allt fram til áttunda áratugar síðustu aldar: „Landbúnaður og landbúnaðartæki breyttust hér lítið öld eftir öld, allt þar til við lok 19. aldar. Ljáir, hrífur og fleiri slík áhöld í einhverri mynd voru notuð allt aftur til landnáms en þá þegar þurftu menn hey til að þreyja þorrann og góuna,“ segir Ragnhildur.

Elstu munirnir eru þeir sem hafa verið nýttir í landbúnaði í gegnum aldirnar.

„Tæknivæðingin kom síðan í lok 19. aldar og þá fóru Íslendingar loks að nota hestaverkfæri að erlendri fyrirmynd. Með tilkomu búnaðarskólanna var kennd smíði á slíkum verkfærum, sem voru aðlöguð íslenskum aðstæðum, þar sem íslensku hestarnir eru minni en erlendir hestar auk þess sem íslenskur jarðvegur er frekar erfiður til vinnslu.“ Síðan rekur safnið þau áhrif sem tæknin hafði á þróun landbúnaðar á 20. öldinni, breytingar á tækjum og vinnuaðferðum sem henni fylgdi. Safnið hefur staðið að ýmsum rannsóknum á búnaðarsögunni og eru í safninu seldar bækur sem eru afrakstur þeirra rannsókna, ritaðar af Bjarna Guðmundssyni.

Sérstök athygli er vakin á því að Landbúnaðarsafn Íslands hefur nú opnað sýninguna Konur í landbúnaði í 100 ár í samvinnu við Kvenfélagið 19. júní og verður sýningin opin út sumarið.

 

Sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“.

Ullarselið – hágæða handverk úr héraði

Ullarselið er stórmerkileg verslun sem staðsett er í húsnæði Landbúnaðarsafnsins. „Að Ullarselinu stendur hópur handverksfólks úr héraðinu og vinnur þetta fólk alla muni sem þar eru seldir. Megináhersla er á íslensku ullina en líka önnur náttúruleg efni eins og horn og bein. Þetta er hágæða handverk enda þess gætt að viðhalda ströngu gæðaeftirliti,“ segir Ragnhildur. Í Ullarselinu er meðal annars hægt að kaupa handspunnið og jurtalitað band, auk verksmiðjuframleidds lopa. Síðan eru til sölu allra handa vörur úr ull svo sem peysur, sokkar, húfur og þæfðir inniskór, svo fátt eitt sé nefnt. Vörurnar eru ekki bara handunnar heldur meira og minna hannaðar af þessu fólki eða sérhannaðar fyrir Ullarselið.

Safnið sýnir þróun í tækni landbúnaðar.

Landbúnaðarsafnið og Ullarselið eru opin alla daga frá kl. 11 til 17. Sjá nánar á Facebook-síðu og vefsíðu Landbúnaðarsafnsins, landbunadarsafn.is, og vefsíðu Ullarselsins, ull.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR
Kynning
Fyrir 3 vikum

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís