fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Ljómalind: Sveitamarkaður með hágæða afurðir af Vesturlandi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitamarkaðurinn Ljómalind hefur verið starfandi í rúm fimm ár eða allt frá því 17. maí árið 2013. Hefur starfsemin dafnað og vaxið jafnt og þétt síðan þá. Markaðurinn er til húsa að Brúartorgi 4 í Borgarnesi og er opinn alla daga vikunnar allt árið um kring.

„Þessar afurðir eiga það allar sameiginlegt að vera frá Vesturlandi. Mest úr Borgarnesi og nærsveitum en líka úr Dölunum, Akranesi og Snæfellsnesi,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir en hún stendur vaktina alla virka daga í Ljómalind ásamt annarri konu en auk þeirra tveggja er helgarstarfsfólk á vöktum. Markaðurinn er opinn í sumar frá 10 til 18 alla daga vikunnar. Hann nýtur vinsælda meðal heimafólks, erlendra ferðamanna og innlendra ferðamanna.

„Þetta er alltaf að vaxa og fólk er að uppgötva okkur í meira mæli. Sífellt fleiri sækjast eftir því að selja varning sinn hjá okkur og þeim fjölgar líka mikið sem vilja koma hingað og kaupa afurðir úr héraðinu,“ segir Sigurbjörg.

Afar fjölbreyttur varningur er í boði í Ljómalind frá um 70 aðilum: „Hér er matur beint frá býli, kjöt, sultur, tómatar, gúrkur og melónur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru hér peysur og aðrar flíkur, alls konar listaverk, skartgripir og handverk. Hins vegar seljum við ekki hvað sem er, leggjum mikið upp úr gæðum og að varningurinn sé gerður úr náttúrulegum efnum. Og við erum umhverfisvæn eftir fremsta megni,“ segir Sigurbjörg.

Vöruþróun á staðnum

Nýtt og spennandi verkefni, matarsmiðja undir heitinu Matarlind, hefur verið komið á fót af Ljómalind í samstarfi við SSV.  Frumkvöðlar í matargerð geta nú fengið aðstöðu á staðnum til að þróa vöru sína áfram í vel útbúnu, vottuðu eldhúsi. Þegar varan er fullgerð og fengist hefur söluleyfi kemst hún í sölu í Ljómalind. „Það sem helst hefur staðið frumkvöðlum fyrir þrifum er að koma vörunni á markað en hér bíður markaður hennar svo framarlega sem öll leyfi eru fyrir hendi,“ segir Sigurbjörg.

Það er full ástæða til að hvetja þá sem leggja land undir fót á næstunni til að koma við í Ljómalind í Borgarnesi og eiga góða stund á þessum líflega og áhugaverða markaði þar sem hægt er að kaupa hágæðavörur úr héraði. Sjá nánar á vefsíðunni ljomalind.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum