fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er gamall og gróinn staður hér í Hafnarfirði, staður sem flestir þekkja og hefur verið starfandi frá árinu 1980. Þetta hefur alltaf verið alþýðustaður, hádegisverðarstaður fyrir vinnandi menn, verkamenn og iðnaðarmenn, og maturinn ber keim af því þar sem áherslan er á ekta íslenskan heimilismat,“ segir Oddsteinn Gíslason, veitingamaður á Kænunni, sem staðsett er að Óseyrarbraut 2, við höfnina í Hafnarfirði.

Oddsteinn keypti staðinn í nóvember árið 2016 og hefur endurnýjað hann mikið að innan og frískað upp á útlitið: „Við höfum unnið markvisst að endurbótum á staðnum. Höfum lagað matsalinn heilmikið til, eldhúsið er nýtt og allir innviðir að verða nýir,“ segir Oddsteinn.

Þrír matreiðslumeistarar eru á staðnum: Oddsteinn Gíslason, Eiríkur Friðriksson og Jón Ingi Ólafsson. Matseldin einkennist í senn af föstum liðum og tilbreytingu. Meðal vinsælla rétta eru lambalæri með bernaise-sósu og purusteik á föstudögum og svo er ýsa í raspi ómissandi á mánudögum.

„Við pössum upp á fjölbreytnina og erum með nýjan matseðil vikulega, auk þess breytum við t.d. reglulega um sósu með lambasteikinni og fleira slíkt. En það eru alltaf fastir liðir á matseðlinum sem ekki má vanta,“ segir Oddsteinn.

Kænan tekur rúmlega 100 manns í sæti en það er oft þétt setið í hádeginu: „Við þrísetjum í hádeginu og það er oft röð út úr dyrum,“ segir Oddsteinn en þetta gengur hratt fyrir sig og mönnum þykir maturinn biðarinnar virði.

Kænan sér um mötuneyti Hafnarfjarðarbæjar og sendir hádegismat í ýmis fyrirtæki sem sum eru í fastri áskrift og önnur í tilfallandi viðskiptum. Þá býður Kænan einnig upp á öfluga veisluþjónustu. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni kaenan.is og á Facebook-síðunni Kænan.

Einnig er gott að senda fyrirspurnir á netfangið steini@kaenan.is eða hafa samband í síma 5651550.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum