fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Tennis er fyrir alla – Sveigjanleg æfingagjöld

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tennis er afar sveigjanleg íþrótt. Annars vegar er hún ein erfiðasta íþrótt heimi, þar sem á keppnisstigi reynir gífurlega á líkamlegt þol og andlegan styrk. Hins vegar er hún íþrótt sem allir geta stundað sér til mikillar ánægju. Það segir sitt um um breiddina að iðkendur íþróttarinnar í Tennishöllinni í Kópavogi eru frá fjögurra ára aldri og upp í 90 ára.

„Fólk getur spilað tennis langt fram eftir aldri vegna þess að þetta er ekki íþrótt með harðri líkamlegri snertingu líkt og til dæmis sumar boltaíþróttir. En hver og einn velur sér eðlilega mótspilara af sambærilegu getustigi og þannig eru æfingarnar okkar einnig byggðar upp hjá krökkunum,“ segir Andri Jónsson, yfirþjálfari og íþróttastjóri hjá Tennishöllinni, Tennisfélagi Kópavogs, Tennisfélagi Garðabæjar og Tennisfélagi Hafnarfjarðar.

Umfram allt er tennis skemmtileg íþrótt og svo vinsæl að Tennishöllin er búin að sprengja utan af sér sitt æfingahúsnæði. Sem betur fer verður æfingaaðstaðan hins vegar stækkuð mikið snemma á næsta ári og það eru mjög spennandi tímar í vændum hjá félaginu.

Breytingar og umbætur standa yfir á Tennishöllinni og verður aðstaðan tvöfölduð

„Við erum að fara að tvöfalda aðstöðuna, tökum í notkun tvo nýja tennisvelli og tvo svokallaða padelvelli. Padelvellina verður auk þess hægt að nota sem mini-tennisvelli fyrir börnin,“ segir Andri. Padel er afbrigði af tennis sem er um þessar mundir að ná vaxandi vinsældum erlendis og mun hefja innreið sína hér á nýju ári. Er þá notast við minni og þykkari spaða sem eru ekki með strengjum líkt og hefðbundnir tennisspaðar. Það er töluvert auðveldara að spila padel en hefðbundinn tennis og þetta er mjög spennandi valkostur samhliða hefðbundnu íþróttinni.

Sveigjanleg æfingagjöld: Borgað í samræmi við hvað börnin æfa mikið

Í flestum íþróttagreinum sem börn byrja að æfa hjá íþróttafélögum eru greidd föst æfingagjöld og þykir engum óeðlilegt. Sá sveigjanleiki sem tennisfélögin sem æfa í Tennishöllinni bjóða foreldrum barna sem vilja æfa tennis er hins vegar eftirtektarverður. Gjaldið fylgir þar ástundun barnsins, sem veitir mikinn sveigjanleika, því sum börn mæta einu sinni í viku á meðan önnur æfa daglega.

„Það kostar nokkra fyrirhöfn að púsla þessu saman en það er vinna sem við tökum glöð á okkur því tennis er einstaklingsíþrótt og okkur finnst mikilvægt að mæta einstaklingnum og laga okkur að þörfum hans,“ segir Andri.

Auk þess að bjóða upp á æfingar og kennslu í Tennishöllinni eru Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisfélag Hafnarfjarðar með tenniskennslu í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og munu fara inn í fleiri skóla á næsta ári. Er því unnið ötullega að því að útbreiða þessa góðu íþrótt og ala upp tennisleikara framtíðarinnar á Íslandi.

Árskort, opnir tímar og námskeið

Margir möguleikar eru fyrir fullorðna þátttakendur á öllum getustigum. Hægt er að kaupa sér stakan tíma í tennishöllinni og þar er líka hægt að kaupa árskort sem er mun hagstæðari kostur. Innifalið í árskortinu eru opnir karla- og kvennatímar í hádeginu. Einnig er hægt að skrá sig á byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið: „Við tökum við skráningum daglega á námskeið og setjum saman hvern hóp í samræmi við hvenær þeir sem skrá sig geta mætt til okkar,“ segir Andri.

Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á vefsíðunni www.tennishollin.is. Þar er líka hægt að skrá sig á æfingar eða námskeið og/eða senda fyrirspurnir. Allar upplýsingar eru einnig veittar í síma 564-4060 og í gegnum netfangið tennis@tennishollin.is.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum