fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. desember 2018 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er skemmtilegra í fjölskylduboðunum um jólin en að fara í spurningakeppni, með glás af fjölbreyttum og skemmtilegum spurningum við höndina? Hann Gauti Eiríksson hefur sent frá sér Stóru spurningabókina sem mun án efa skemmta mörgum fjölskyldum yfir hátíðirnar og öllum sem hafa gaman af spurningaleikjum inn í ókomna framtíð.

Gauti á að baki langan feril sem spurningahöfundur. Að aðalstarfi er hann grunnskólakennari í Álftanesskóla og starfar auk þess sem leiðsögumaður og við ýmis önnur störf. Gauti hefur stjórnað stórri spurningakeppni í Álftanesskóla í rúm tíu og mörgum öðrum spurningakeppnum.

Miserfiðar spurningar

Í Stóru spurningabókinni eru margir spurningaflokkar sem ættu að höfða til flestra aldursflokka. Hver flokkur inniheldur síðan léttar, miðlungserfiðar og erfiðar spurningar. Þetta tryggir að bókin hentar öllum og hægt að keppa á mismunandi erfiðleikastigum.

Fallegar ljósmyndir prýða bókina en Gauti hefur lagt stund á ljósmyndun í mörg ár og tekið ótalmargar myndir í ferðum sínum sem leiðsögumaður.

Hér koma að lokum þrjár spurningar úr bókinni sem lesendur geta spreytt sig á:

  1. Hvaða á rennur í gegnum Selfoss?
  2. Hvað var það eina sem Bill Clinton vildi á pylsuna sína á Bæjarins beztu þegar hann stoppaði þar árið 2004?
  3. Hver ásanna í norrænu goðafræðinni heyrði svo vel að hann gat heyrt grasið gróa?

 

Sjáðu jólabækurnar á Facebook-síðu Óðinsauga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 2 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 3 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun