fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Tvær vinsælar og stórfróðlegar frá Háskólaútgáfunni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mörkum mennskunnar – Sögur af sérkennilegu fólki

Höfundur: Jón Jónsson

Í bókinni Á mörkum mennskunnar er fjallað um förufólk fyrr á öldum á Íslandi, fólk sem flakkaði um landið og fékk húsaskjól hjá bændum. Gefið er yfirlit um sögu og sérstöðu þessa jaðarsetta hóps, fjallað um sögurnar sem voru sagðar um flakkarana og viðhorfin til þeirra. Oft líkist förufólkið meira þjóðtrúarverum en manneskjum í þessum sögum. Tekinn er fjöldi dæma um einstaklinga í hópnum sem gengu um sveitir landsins á 19. öld og lífshlaup þeirra skoðað nánar. Þannig er sagt frá hörmulegu atlæti Stuttu-Siggu í æsku, rifnum klæðum Jóhanns bera og skringilegum leikþáttum Halldórs Hómers sem fór á milli bæja og tók að sér prestverk til skemmtunar. Sérstakur kafli eða sagnaþáttur er um Sölva Helgason sem hefur orðið frægastur allra flakkara.

Bókin er fræðirit sem er skrifað með það í huga að miðla fróðleik og þjóðfræðilegri þekkingu til almennings á aðgengilegan hátt. Sjónarhornið í henni færist frá því að vera í anda yfirlitssögu, yfir í frásagnir þar sem einstaklingarnir sjálfir eru í forgrunni. Þannig er lífshlaup förufólksins sett í samhengi við heildarmyndina sem verður um leið fyllri og þéttari með einstökum dæmum. Aðferðir þjóðsagnafræði eru áberandi, en lesandinn fær líka um nóg að hugsa og getur dregið sínar eigin ályktanir.

Athyglinni er beint að viðhorfum til förufólksins, sagnamyndun um fólkið og samspil við þjóðtrúarhugmyndir. Um leið er fjallað um óskráðar reglur og kerfi í samfélaginu, t.d. um gestakomur, gestrisni og samhjálp, einkum á 19. öld þegar heimildirnar verða fjölbreyttari. Lög og reglur um flakk á þessum tíma gefa ekki sömu mynd og birtist þegar sagnaþættir, ævisögur og fleiri persónulegar heimildir bændafólksins eru skoðaðar til hliðsjónar, en ólíkir heimildaflokkar bæta hver annan upp.

 

 

 

Heilnæmi jurta og hollusta matar: Varnar- og lækningamáttur jurtanna

Höfundar: Margret Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason

Í náttúrunni má víða finna forvarnir gegn sjúkdómum og í þessari bók hafa hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason tekið saman margvíslegan fróðleik um slíka eiginleika jurta og ávaxta – Sigmundur frá sjónarhóli vísinda og Margret í ljósi sögunnar.

Í grænmeti og ávöxtum er að finna fjölmörg efni sem styrkja varnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum og geta gagnast í baráttunni við sýkla. Sigmundur fjallar um þennan varnar- og lækningamátt og gefur góð ráð. Hann greinir einnig frá þeim hættum sem manninum stafar af hormónatruflandi efnum sem berast í líkamann með mat og snyrti- og hreinlætisvörum.

Margret fjallar annars vegar um uppruna og þróun læknisfræðinnar á Vesturlöndum og hversu veglegan sess jurtalækningar skipuðu lengst af innan hennar. Einnig skoðar hún gamlar íslenskar heimildir um jurtalækningar en þær gefa til kynna að menn hafi öldum saman búið yfir góðri þekkingu á nytjum náttúrunnar hér á landi.

Margret Þorvaldsdóttir starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði einkum um neytendamál, bæði neyslu- og heilsutengd, og var þar með vikulega dálk um „rétt dagsins“. Hún hefur áður gefið út tvær matreiðslubækur.

Sigmundur Guðbjarnason nam efnafræði við Tækniháskólann í München og stundaði vísindastörf við Læknaskóla Wayne State University í Detroit. Hann byggði upp nám í efnafræði við Háskóla Íslands og rannsóknir í efnafræði, matvælafræði og lífefnafræði við Raunvísindastofnun. Sigmundur var rektor Háskóla Íslands 1985–1991. Því næst hóf hann rannsóknir á lækningajurtum og stofnaði sprotafyrirtækið SagaMedica árið 2000 ásamt öðrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Holt Inn: Sveitaparadís í hjarta Vestfjarða

Holt Inn: Sveitaparadís í hjarta Vestfjarða
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

Kynning: Margt smátt gerir eitt stórt

Kynning: Margt smátt gerir eitt stórt
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 2 vikum

SUMARSKÓLI TBR 2019

SUMARSKÓLI TBR 2019
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn
Kynning
Fyrir 3 vikum

Dokkan brugghús: Eðalbjór með tæru lindarvatni úr vestfirskum fjöllum

Dokkan brugghús: Eðalbjór með tæru lindarvatni úr vestfirskum fjöllum