fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Dansfélagið Hvönn – Dansfélag í fremstu röð fyrir alla aldurshópa

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansfélagið Hvönn býður upp á dansnámskeið fyrir alla aldurshópa, bæði barnadansa og samkvæmisdansa. Einnig sér Hvönn um skólakennslu fyrir 1.–4. bekk.

Hvönn var stofnað 21. október 1995 og er elsta dansfélag innan Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ).

Dansfélagið Hvönn er með frábæra aðstöðu í Vallakór 14, Kórnum, með 220 fermetra danssal.

Aðstaðan er mjög góð fyrir nemendur og einnig foreldra og aðstandendur sem fylgja börnum sínum á æfingar og keppni.

Fjöldi Íslandsmeistara og bikarmeistara hefur æft með Hvönn og keppnispör félagsins hafa verið að standa sig afar vel á mótum hérlendis og erlendis.

Einnig eru afar eftirsótt barnadansanámskeiðin þar sem Hvönn býður upp á þjálfara og túlka fyrir börn af erlendu þjóðerni.

Námskeið vorannar hefjast 12. janúar 2019, í boði er:

Barnadansar fyrir 3–4 ára, 40 mínútna tímar, sem eru blanda af leik og alvöru. Námskeiðið endar á nemendasýningu.

Barnadansar fyrir 5–6 ára, 50 mínútna tímar, sem eru blanda af barnadönsum og grunn í samkvæmisdönsum. Námskeiðið endar á nemendasýningu.

Skólakennsla fyrir 1.–4. bekk, 45 mínútna tímar í 10 vikur, grunnur af samkvæmisdönsum og íslensku gömlu dönsunum. Námskeiðið endar á nemendasýningu.

Samkvæmisdansar fyrir 7–9 ára og 10–12 ára, 1 klst. tímar, grunnur í samkvæmisdönsum og íslensku gömlu dönsunum. Námskeiðið endar á nemendasýningu.

Bæði byrjenda- og framhaldshópar í boði.

Samkvæmisdansar fyrir 13 ára og eldri, 1,5–2 klst. tímar fyrir þá sem stunda dans sem keppnisíþrótt.

Einnig er boðið upp á hjónahópa og einkatíma fyrir alla á öllum aldri.

Félagastarf innan Hvannar er öflugt og eru spiladagar, bíóferðir, böll, skemmtikvöld, æfingabúðir og margt fleira sem gert er á hverri önn.

Hvönn býður upp á bæði systkina- og fjölskylduafslátt, einnig aðstoðar félagið við að sækja um styrki vegna Frístundakorts Reykjavíkur og Tómstundakorts Kópavogs.

Dansfélagið Hvönn er í Vallarkór 14, netfang er hvonn@hvonn.is.

Heimasíða hvonn.is Dansfélagið Hvönn og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum