fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Wrangler – gallabuxur í meira en öld

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wrangler gallabuxur í meira en öld

 

Allir þekkja Wrangler merkið, enda eitt af þremur gallabuxnamerkjum heims sem innleiddu gallabuxur og denim fatnað til daglegra nota. Hin merkin eru Levis og Lee.

Gallabuxur með gríðarlanga sögu

Saga Wrangler nær allt aftur til 1904 þegar Hudson bræður stofnuðu Hudson Overall Company, gallabuxnafyrirtæki í Greensboro, North Carolina. Árið 1909 breyttu þeir nafninu í Blue Bell en árið 1947 var nafni fyrirtækisins aftur breytt og heitir nú WRANGLER. Ári áður hafði fyrirtækið hafið þróun á fatalínu fyrir kúreka sem stýrt var af þeim fræga Rodeo hönnuði Ben Lichenstein eða Rodeo Ben. Á skömmum tíma varð merkið leiðandi í „Vestra“ heiminum þar sem engin alvöru Rodeo stjarna klæddist öðru en Wrangler fatnaði og lagði línuna fyrir kúreka sléttunnar.

Wrangler

Fræga fólkið elskar Wrangler

Í framhaldi varð Wrangler gríðarlega vinsælt merki meðal ungs fólks í Bandaríkjunum og á heimsvísu, ekki síst þegar helstu kántrísöngvarar, rokkstjörnur og kvikmyndaleikarar samtímans fóru að sjást í Wrangler. Frægir Wrangler aðdáendur í gegnum tíðina eru t.d. Mick Jagger, Freddy Mercury, Jared Leto, Selena Gomez, Harrison Ford, David Beckham, Ben Affleck, Kendall Jenner, Lady Gaga og svo mætti lengi fram telja. Frægt varð þegar Harrison Ford gekk upp að altarinu í Wrangler gallabuxum með Calistu Flockhart, sem gerði Ally McBeal ódauðlega í samnefndum sjónvarpsþáttum.

Wrangler
Kendall Jenner flott í Wrangler stuttbuxum.
Wrangler
Algjör skvísa í flottum buxum

 

Evrópska tískulínan

Eins og algengt er með fatamerki sem seld eru á heimsvísu, þá framleiðir Wrangler sérstakar fatalínur fyrir hvern heimshluta. Wrangler sem selt er á Íslandi og í Evrópulöndum fæst t.d. ekki í USA og Kanada og gagnkvæmt. Sú fatalína sem framleidd er fyrir Evrópu er mun tískutengdari og eru allar gallabuxur með teygju í efninu, á meðan slíkt er enn frekar óalgengt vestanhafs. Skýrir þetta að nokkru leiti verðmun á milli landa.

Wrangler

 

Tryggir viðskiptavinir

Íslendingar hafa klæðst Wrangler fatnaði í meira en 70 ár og ekkert lát á vinsældum merkisins. Segja má að aðdáendur Wrangler á Íslandi skiptist í tvo hópa. Það eru þeir sem haldið hafa tryggð við merkið í áratugi og sækja sér t.d. reglulega Wrangler Texas gallabuxur, módel sem er framleitt í fjölda lita og jafnframt í khaki og flauelsútgáfum. Hinn hópurinn sækir í tískulínur Wrangler sem eru uppfærðar á vorin og haustin.

Wrangler

Wrangler gallabuxurnar fást m.a. í Vinnufatabúðinni á Laugavegi, Sindri Vinnuföt, Versluninni Bjargi á Akranesi og JMJ á Akureyri.

Árstíðabundnar sumar- og vetrarlínur Wrangler eru seldar í eftirfarandi verslunum:
Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar við Laugaveg og dömulínan á Skólavörðustíg, Rokk og Rómantík, Heimkaup.is, Icewear Magasin – Smáralind, Gallerý Ozone á Selfossi og Verslunin Jón og Gunna á Ísafirði.

Wrangler

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR
Kynning
Fyrir 3 vikum

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís