fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Globber-hlaupahjólin eru jólagjöfin í ár – Fengu gullverðlaun í Þýskalandi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. desember 2018 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Valgeir Ingason opnuðu vefverslunina hreidur.is í febrúar árið 2016. Verslunin hefur frá upphafi skapað sér sérstöðu með því að bjóða upp á vörur sem eru í senn nýstárlegar og af miklum gæðum, en á mjög hagstæðu verði þar sem þau hjón flytja vörurnar sjálf inn og engin yfirbygging er í rekstri fyrirtækisins.

Í haust urðu tímamót í rekstri Hreiðurs þegar opnuð var hefðbundin verslun undir nafni Hreiðurs að Auðbrekku 6, sem rekin verður samhliða vefversluninni hreidur.is. Verslunin er opin virka daga frá kl. 12 og 18 og 11-15 á laugardögum. Það er mjög gott að gera innkaup í aðgengilegri vefversluninni en það er líka þægilegt og skemmtilegt fyrir þá sem hafa tök á að koma í verslunina í Auðbrekku, þreifa á vörunum og fá upplýsingar og ráðgjöf hjá þeim hjónum.

Hlaupahjól sem stækkar með barninu

Hreiður er fyrirtæki sem selur aðrar barnavörur en barnaföt og vöruúrvalið fer breikkandi og munu þau kynna nýjar vörur á næstunni.

Vörur frá Globber eru áberandi í versluninni en um er að ræða framsækin hlaupahjól og hjólabúnað . Hreiður er eini aðilinn á Íslandi sem selur þessi hjól en Globber er margverðlaunaður framleiðandi og til í ótal útfærslum fyrir alla fjölskylduna. Ein áhugaverðasta varan er  EVO COMFORT 4in1 hlaupahjól fyrir börn frá 15 mánaða aldri og upp úr. Hlaupahjólið vex með með barninu, þegar barnið er mjög ungt geta foreldrar teymt hjólið á meðan barnið situr á því en svo er því breytt með afar einföldum hætti í hefðbundið hlaupahjól sem tekur allt að 50 kg þungan notanda.

Globber-hlaupahjólin eru til í mörgum fallegum litum. Nú nýlega hlutu Globber-hjólin gullverðlaun í ELITE HJÓLIРISPO AWARDS 2018 í Þýskalandi, í flokknum besta hlaupahjólið fyrir börn.

Þess má geta að Hreiður selur einnig rafmagnshlaupahjól fyrir fullorðna sem eru afar vinsæl.

Raptor rafmagnsfjórhjól og fleiri vörur

Það er ekki að undra að leikföngin í Hreiðri séu mörg hver afar vinsæl og sum þeirra eru óskagjöf margra krakka, ekki síst þetta glæsilega Raptor-rafmagnsfjórhjól sem hér gefur að líta á mynd. Einnig er hægt að fá rafmagnsbíla með foreldrafjarstýringu fyrir yngri börnin.

Grátt York þríhjól er afskaplega fallegt og sterklegt og York hjólin eru til í ýmsum litum og gerðum.

Mikið úrval af öryggishjálmum fyrir börn og fullorðna frá Globber er einnig til í Hreiðri. Hjálmarnir eru allir hágæða, þeir eru mjög fallegir og litaúrvalið er breitt.

Caratero vagga og ferðarúm: Barnið sefur í jafnhæð við rúmið þitt

Framsækni og nýjungar einkenna vörurnar í Hreiðri og gott dæmi um það eru Sleep2gether vaggan frá Caratero. Hægt er að stilla hæð rúmsins og festa við rúmið hjá foreldrunum og fella niður þá hlið rúmsins sem snýr að rúmi foreldranna, svo engin hindrun er á milli. Einnig er hægt að hafa það í halla ef barnið er með bakflæði. Rúmið er síðan fullkomnað með hlýju og vönduðu hreiðri sem er selt sér og barnið sett í og síðan ofan í rúmið.

Sveigjanlegiar bílabrautir frá Waytoplay

Frábærar sveigjanlegar bílabrautir frá Waytoplay, sem er hollenskur leikfangahönnuður, eru á leið í Hreiður og munu án vafa vekja mikla lukku. Einnig er vert að kíkja á umhverfisvænu leikföngin frá Plan Toys og frábær mjúkdýr frá Bukowski Family.

Hér hefur aðeins fátt verið nefnt í vöruúrvalinu hjá Hreiðri. Það er um að gera að fara inn á hreidur.is og skoða úrvalið eða koma í verslunina að Auðbrekku 6 en hún er opin virka daga frá 12 til 18 og 11-15 á laugardögum Vefverslunin sendir hvert á land sem er en pantanir yfir 10.000 kr. eru án aukagjalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Aldrei of seint að kenna gömlum hundi að sitja

Aldrei of seint að kenna gömlum hundi að sitja
Kynning
Fyrir 2 dögum

EUKANUBA – frumkvöðlar í 50 ár!

EUKANUBA – frumkvöðlar í 50 ár!
Kynning
Fyrir 2 dögum

Alhliða garðaþjónusta – hellulagnir, pallasmíði og skjólveggir

Garðaþjónusta Kópavogs

Alhliða garðaþjónusta – hellulagnir, pallasmíði og skjólveggir
Kynning
Fyrir 3 dögum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 3 dögum

Litla trésmiðjan: „Hverri kistu fylgir ákveðin tilfinning“

Litla trésmiðjan: „Hverri kistu fylgir ákveðin tilfinning“
Kynning
Fyrir 4 dögum

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum

IP Kerfi – vefverslun

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum
Kynning
Fyrir 6 dögum

Traust þjónusta við bíleigendur í 44 ár

Traust þjónusta við bíleigendur í 44 ár
Kynning
Fyrir 1 viku

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár
Kynning
Fyrir 1 viku

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaklæðningar Ragnars Valssonar: Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár!

Bílaklæðningar Ragnars Valssonar: Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár!