fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Kynning

UltraGlozz bílabónið er ekkert venjulegt bón. Veist þú muninn?

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Glerungur” ekki vax.

UltraGlozz  er hvorki vax né silikon, það flokkast undir efni sem á ensku kallast  “paint sealant” eða “lakk innsiglir”, sem í frjálsri þýðingu, mætti kalla “lakkbrynju”, segir Kolbeinn Pétursson, söluaðili fyrir UltraGlozz, því yfirborð lakksins er hreinlega innsiglað gegn utanaðkomandi veðrunaráhrifum og óhreinindum.

 

Sterkasta handbónið á markaðnum.

Grunnefnið í UltraGlozz heitir “siloxine”, en það er unnið úr kísilflögum, og síðan blandað öðrum efnum, sem tryggja sterka bindingu við lakkið. Eftir að bíll hefur verið bónaður með UltraGlozz þá á sér stað efnahvarf, líkt og þegar 2ja þátta efnum er blandað saman. Samruninn við lakkið tekur ca. 12 – 36 tíma, allt eftir umhverfishita. Þannig myndar bónið sterka húð í yfirborði lakksins, sem ver það fyrir salti, útblásturssóti og öðrum óhreinindum.

 

Endist langt umfram venjuleg bón.

Lökk bíla í dag eru ekki lengur gömlu sterku cellulosalökkin, heldur mjög viðkvæm og rispugjörn og lökk með vatnsgrunni. UltraGlozz bónið hefur þann eiginleika, að ef bónaðar eru tvær umferðir, þá bætist sú síðari ofan á  þá fyrri. Vegna efnahvarfsins verða þó að líða 2-4 dagar milli umferða. Þannig er hægt að byggja upp sterka “brynju” á stöðum sem þarf að vernda sérstaklega. Ef bónað er einu sinni til tvisvar á ári með UltraGlozz, þá er það staðreynd, að í rigningu perlar vel á vélarhlíf og þaki, 6 mánuðum eftir að bónað var, miðað við venjulega þvottatíðni. Einnig er áberandi hve auðvelt er að þrífa bílinn, sem er sönnun þess að varnarlagið er enn fyrir hendi. Þetta gagnast þeim mjög vel, sem þrífa bíla sína reglulega í bílaþvottastöðvum. Skýringin er einföld, þegar haft er í huga hvernig vörn UltraGlozz er. Ef yfirborð lakks er skoðað í smásjá, þá er áferð þess svipuð hraunhellu.  Hugsum okkur að við hellum eftirtöldum efnum, í fljótandi formi, á 3 slíkar hellur: Vaxi, akryl og “glerlíki”. Við storknun fá yfirborðin á sig slétta og fallega áferð. En hvað með endingu? Við hita bráðnar vaxið og gufar upp, rétt eins og öll vaxbón gera í sólskini. Vaxið þvæst auk þess auðveldlega af með tjöruleysi. Akryl þolir hitan mun betur, en þvæst engu að síður af með tjöruleysi. “Glerlíkið”, í þessu tilfelli UltraGlozz, þolir hitan fullkomlega, auk þess sem það dregur verulega úr skaðlegum áhrifum útfjólubláu sólargeislanna, en þeir eru helsta orsök þess að lakk upplitast. Tjöruleysir vinnur ekki á UltraGlozz, þar þarf mun sterkari uppleysir. Þar með rætist draumur bíleigandans, um að glans og glæsilegt útlit geti endst mánuðum saman. Þetta geta menn sannreynt með því að þvo ofurlítinn blett með tjöruleysi, t.d. á þaki, og fylgjast síðan með honum næstu vikurnar.

 

Létt í notkun.

Það er ríkjandi misskilningur að öflug bón séu vandmeðfarin og erfið í notkun. Þetta á alls ekki við um UltraGlozz. Ef lakkið er hreint og laust við vax t.d. eftir þvott með tjöruleysi, þá er bónið borið á með léttum hreyfingum, látið þorna og síðan þurrkað af með hreinum klút. Ekki skiptir máli hvort líða 20 mínútur eða 12 tímar, það er jafn auðvelt að þrífa bónleifarnar af.

 

Reynsla.

Þeir sem byrja að nota UltraGlozz nota helst ekki annað. Á því er aðeins ein skýring – það virkar, svo fremi að farið sé eftir leiðbeiningum um notkun. Í vetrarakstri er áberandi hve lítil tjara sest á bíla, sem bónaðir eru með UltraGlozz, auk þess sem auðveldara er að ná henni af. Þeir sem til þekkja, vita að helsti ókostur vaxbóns er, hve mikil tjara vill setjast í vaxbón. Til þess að ná tjörunni af, þarf síðan að þvo með tjöruleysi, sem jafnframt þvær vaxið af.  Þessi vítahringur er úr sögunni með notkun UltraGlozz. UltraGlozz er að verða mest selda bónið á skemmtibáta í Svíþjóð, og er það góð vísbending um endingu þess. UltraGlozz er ódýrasta bónið á markaðnum, miðað við endingu.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu okkar  www.ultraglozz.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 4 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 4 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum