fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Fást: Gæði og þjónusta í plexígleri, vélaplasti og íhlutum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fást er iðnfyrirtæki sem var stofnað árið 1988 og er því rétt rúmlega 30 ára. Fást þjónar ólíkum markhópum með framleiðslu sinni og innflutningi. „Við höfum í gegnum tíðina verið mikið tengdir fiskvinnslunni með framleiðslu á svokölluðu vélaplasti sem er til fjölbreyttra nota. Við erum meðal annars með öflugan yfirfræs, sem veitir okkur mikla möguleika til vinnslu á ýmsum efnum. Vörur sem við framleiðum eru mjög fjölbreyttar, frá skurðarplötum á vinnslulínur, yfir í ýmsa vélahluti og slitleiðara undir færibönd,“ segir Jón Geirsson, framkvæmdastjóri hjá Fást.

„Í Plexígleri þjónustum við aðila sem eru að sýna vöru, heildsala, verslanir, hönnuði og arkitekta. Plexiglerið hefur þá eiginleika að vera glært og skyggja ekkert á vöruna sem er til sýnis. Við hönnum þetta með viðskiptavinunum og smíðum eftir þeirra höfði. Til þess notum við afar stóra og öfluga laserskurðarvél sem tekur 1,6 x 2 metra og fer gallalaust í gegnum 20 mm plexígler,“ segir Jón. Í fiskvinnslufyrirtækjum er plexíglerið oft notað sem öryggishlífar á vélum og einnig í vinnslunni sjálfri. Til eru nokkrar efnistegundir af plexígleri, missterkar.

Fást er með öflugan lager af gróðurhúsaplasti eða ylplasti. Efnið er til í mismunandi þykktum og þeim fylgja frágangs- og þéttilistar sem nauðsynlegir eru til að vel sé frá uppsetningunni gengið. „Við leggjum mikinn metnað í þekkingu og góða þjónustu á þeim vörum sem við afhendum.“

Jón segir það vera kost að þjóna svona ólíkum starfsgreinum enda sé mikilvægt á jafnlitlum markaði og Ísland er að koma víða við.

Fást flytur inn margs konar íhluti til notkunar í iðnaði. „Það eru til dæmis stillifætur, tappar í prófíla, keðjur og svo eru það vagnhjólin sem við erum afar sterk í. Við erum með mjög gott úrval af vagnhjólum og gæðin eru framúrskarandi – en vagnhjólin flytjum við inn frá þýska framleiðandanum Blickle. Það er rótgróið og gamalt fjölskyldufyrirtæki og er næststærsti framleiðandi vagnhjóla í heiminum.“

Fást er til húsa að Köllunarklettsvegi 4 og er þar með afar vel útbúið verkstæði þar sem framleiðsla á vörum úr plexígleri og vélaplasti fer fram, auk stórs lagers af fjölbreyttum íhlutum fyrir alls konar starfsemi. Gæðavörur, fagleg þjónusta og ráðgjöf einkenna starfsemi fyrirtækisins. Fást ehf. hefur verið í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“ síðastliðin 6 ár.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni fast.is og símanúmer er 587-6677. Einnig er gott að senda fyrirspurnir á netfangið fast@fast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum