fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Vínylparket – Lítið rask og fljótlegt að leggja

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múrefni ehf. er fjölskyldufyrirtæki í Desjamýri 8 í Mosfellsbæ sem sérhæfir sig í ýmiss konar múrvöru, þéttiefnum, múrklæðningum og fleiri byggingarlausnum. Síðastliðin fimm ár hafa vínylgólfefnin bæst í flóruna og eru nú sívaxandi þáttur í starfseminni. Vínylefni eru nýjasta tískubylgjan í gólfefnum og sífellt fleiri eru að uppgötva kosti þeirra.

„Við flytjum efnin inn frá breska vínylframleiðandanum Design Flooring sem hefur 40 ára reynslu á þessu sviði og er heimsþekktur fyrir mikið úrval og vandaða vöru, þeir eru m.a. mjög stórir á Bandaríkjamarkaði,“ segir Ásgeir Stefánsson, vörustjóri hjá Múrefni ehf.

Vínylgólfefnin eru seld undir vörumerkinu Vínylparket og eru með vefsvæðið www.vinylparket auk þess að vera á Facebook undir Vínyl gólfefni. Hjónin Sigurður Hansson og Alda Kristinsdóttir eru eigendur Múrefna og Vínylparkets og með þeim starfar einnig Ásgeir Stefánsson sem sölustjóri og ráðgjafi.

Margir og stórir kostir

Ásgeir segir að kostir vínylgólfefna séu margir og engin furða að þau séu orðin svona vinsæl: „Kostir vínylgólfefna umfram önnur gólfefni eru fjölmargir og í mörgum tilfellum ástæðan fyrir að svo margir kjósa þessa lausn á gólfin sín. Vínylgólfin er slitsterk, algjörlega vatnsheld, auðveld í þrifum og auðveld í meðförum. Hljóðvistin er afbragðsgóð og hentar afar vel í hótel og inn í rými þar sem hávaði eða kliður getur verið vandamál. Efnin eru sérstaklega hönnuð til að leiða vel hita þar sem hiti er gólfum og eru mjög örugg lausn fyrir verktaka og fasteignafélög því þótt hratt sé byggt og hugsanlegur raki sé í gólfum þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Einnig er bæði einfalt og fljótlegt að leggja vínylparket, og ryk og hávaði í algjöru lágmarki því í mörgum tilfellum eru einu verkfærin dúkahnífar, vinklar og málbönd,“ segir Ásgeir.

Litaúrvalið er ótrúlega mikið, bæði í viðar- og náttúrusteinsútliti og hægt að velja milli margra mismunandi áferða hvort sem útlitið er ljóst og nútímalegt eða með útlit gamalla viðarþilja og allt þar á milli. „Áferðin er afar eðlileg og falleg. Flestir sem ganga á vínylgólfum hafa orð á því hvað þau séu mjúk,“ segir Ásgeir. Þar að auki er hægt að skapa ýmis þrívíddaráhrif , fúgulínur, skrautmynstur, útlínuramma og margt fleira. Því getur sköpunargleðin farið á flug þegar vínylgólfefnin eru valin.

Smellt, lauslagt eða niðurlímt

Vínylgólfefnin hjá Múrefni skiptast í þrennt: smellt, lauslagt og niðurlímt.

Smellta vínylparketið er bæði fáanlegt 4,5 mm þykkt án undirlags og 6,5 mm þykkt með áföstu undirlagi. Þar er vinsælasta gerðin Korlok sem eru langir og breiðir plankar með fallegu og eðlilegu útliti amerískra viðartegunda.

LooseLay er 4,5 mm lauslagt með stömum undirlagsrákum sem gerir það að verkum að hægt er að leggja gólfefnið á vel undirbúið gólf án þess að líma það niður en þó án þess að það smelli saman. Aðeins er borinn undir límkenndur klísturgrunnur sem gerir það að verkum að auðvelt er að taka planka úr miðju gólfi og skipta út ef eitthvað gerist sem skemmir gólfefnið. LooseLay-efnin eru líka auðveld í meðförum og afar fljótlegt að leggja ásamt því að vera mjúk að standa á og hljóðdempandi.

Niðurlímdu efnin (Gluedown Collection) eru þau gólfefni sem mesti vöxturinn er í um þessar mundir og skiptast þau í nokkra flokka eftir útliti, þykkt, slitstyrk og áferð. Ódýrustu efnin eru í Rubens-vörulínunni en ART Select er dýrasta línan enda er mikið lagt í útlit, hönnun og gæði sem skilar sér í gólfum sem líta út eins og niðurlímt, fasað plankaparket eða vandaður náttúrusteinn, en án reglulegs viðhalds eða kostnaðarsamrar vinnu við niðurlögn. Niðurlímdu efnin eru frá 2–3 mm og hafa í gegnum tíðina mest verið límd beint á vel undirbúin eða flotuð gólf.

Vínylplankar og flísar á undirlag með límfilmu

„Nýjasta viðbótin er síðan Fastlay LVT-undirlagið sem er 2 mm harðpressað PU-undirlag með 20 DB hljóðdempun og límfilmu sem þú límir vínylplanka og flísar úr niðurlímdu línunni á,“ segir Ásgeir.

Þessi aðferð er fljótleg og þægileg og veldur lágmarksraski á framkvæmdatíma. Þessi aðgerð sameinar að vissu leyti kosti lauslagðra efna og smelltra því vinnan við þetta er minni en í smelluparketi en að sama skapi getur þú í mörgum tilfellum lagt yfir önnur gólfefni sem sparar þá tímafreka og erfiða vinnu við að fjarlægja t.d. flísar.

Fljót og skilvirk sérpöntunarþjónusta

„Afgreiðslutími gólfefnanna er mjög stuttur en ekki er hægt að vera með lager af vörunum þar sem svo margar gerðir og litatóna er um að ræða. Við sérpöntum fyrir hvern og einn og sendum út pantanir í hverri viku og gólfefnin koma til landsins á 10–14 dögum.“

Múrefni ehf. og Vínylparket er með skrifstofu og glæsilegan sýningarsal að Desjamýri 8 í Mosfellsbæ og er opið alla virka daga frá 08–17. Síminn er 517-9604 og þú finnur vörurnar á vefsvæðunum www.murefni.is og www.vinylparket.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum