fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Ástarsögudrottingin með ódýrustu jólabækurnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 30. nóvember 2018 18:00

Rósa Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rauða serían varð til í kreppunni 1985 þegar við hjónin fórum að gefa út nokkrar bækur í Rauðu seríunni hjá prentsmiðjunni Ásprent á Akureyri. Viðtökurnar fóru fram úr væntingum og landsmenn tóku framtakinu fagnandi. Þarna hafði verið gat í markaðnum og bækurnar rokseldust,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, eigandi Ásútgáfunnar. Ásútgáfan hefur nú þegar gefið út 2.547 titla og er ekkert lát á. Útgáfan hefur séð landanum fyrir ástarsögum, örlagasögum, sögum um ástir og afbrot, undirferli og óvissu í hartnær 33 ár.

 

Handhægar bækur

Þegar útgáfan hófst var ekki hægt að kaupa vasabrotsbækur á íslensku. „Mér fannst það ósanngjarnt. Við leggjum áherslu á að bækurnar séu ódýrar svo allir hafi efni á að kaupa þær. Þess má geta að við erum án alls vafa með ódýrustu jólabækurnar. Einnig viljum við að bækurnar séu handhægar svo hægt sé að stinga þeim í veskið eða vasann. Svo skemmir ekki fyrir að við gefum bækurnar út sem rafbækur og hljóðbækur samhliða prentuðu útgáfunum. Fólk hefur tekið þessu afar vel,“ segir Rósa.

Ásútgáfan
Fyrsta íslenska útgáfan

Gerir nokkur bókaútgáfa betur?

Fólk trúði ekki að þetta gæti gengið þegar Rósa byrjaði með rafbókabúðina. Það hélt að prentuðu bækurnar myndu hætta að seljast en það var fjarri lagi. Það er alveg nýr lesendahópur sem kaupir rafbækur. Margir Íslendingar sem búa erlendis vilja lesa á íslensku. Svo er eldra fólkið sem hefur alltaf lesið bækurnar en sér illa. En það getur lesið á spjaldtölvu. „Ég sendi þeim bækurnar í Word-skjali svo það þurfi ekki að hala þeim niður af netinu. Það er mjög vinsælt að gefa spjaldtölvu með áskrift að bókum í jólagjöf,“ segir Rósa. „Eftir að rafbók hefur verið keypt er alltaf hægt að sækja hana aftur inn á „mínar síður“ í rafbókabúðinni í hvaða tölvu sem er. Margir kaupa 10–15 rafbækur áður en farið er í frí og lesa svo í rólegheitum í spjaldtölvunni á ströndinni eða bústaðnum sem hefur ekkert internet. Stundum kemur á daginn að fólk uppgötvar að það vanti kannski eina bók í einhverri seríu. Þá má bóka að hún er til í rafbókabúðinni því þær eru alltaf til þar,“ segir Rósa.

Ásútgáfan

Fjölskyldusögur

Ásútgáfan fær sendar 60 nýjar bækur á ensku í mánuði frá bókaútgáfunni Harlequin Enterprises og les Rósa um 15–20 bækur mánaðarlega til að velja í flokkana. Þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og það vita lesendur. Rósa leggur líka upp úr því að gefa út fjölskyldusögur sem koma saman í seríum. „Ég bíð stundum hátt í fjögur ár eftir því að safna saman í seríu, því hver höfundur skrifar sjaldan meira en tvær bækur á ári um sömu fjölskylduna. Ég geymi bækurnar þangað til þær eru allar komnar og þá gef þær út allar í röð. Lesendur mínir vilja flestir lesa alla seríuna í einum rykk og láta ekki bjóða sér að fá 1–2 bækur á ári í fjögur ár. Við höfum svo alltaf lagt mikið upp úr því að hafa bækurnar á góðri íslensku og erum svo heppin að eiga frábæra og vel menntaða þýðendur. Góð þýðing er undirstaða góðrar bókar,“ segir Rósa.

 

Hverjir lesa bækurnar?

Rósa segir að fólk úr öllum stigum samfélagsins lesi bækurnar frá Ásútgáfunni. „Menntun virðist ekki skipta nokkru máli, það er engin tenging. Þeir sem sinna krefjandi störfum eru oft andlega þreyttir þegar þeir koma heim og vilja hvíla heilann. Það vita líka flestir hvað það er gott að lesa fyrir svefninn því þá sofnar maður í friði. Ég ræddi til dæmis við lækni sem sagði lestur virka eins og svefnpillu, þú einbeitir þér að lestrinum og gleymir öllum þínum vandamálum á meðan.

Í dag er töluverð endurnýjun í lesendahópnum. Unga fólkið kynnist sögunum í sumarbústaðnum hjá ömmu og margir byrja að lesa bækurnar um þrítugt, þá komnir með börn og fjölskyldu. Það er líka ótrúlegt að 98% af lesendunum mínum lesa allar sex bækurnar sem koma út í hverjum mánuði,“ segir Rósa

Ásútgáfan

Stéttaskipting í bókmenntaumræðu

„Þegar maður fylgist með bókmenntaumfjöllun í dag er ljóst að þar finnst skýr stéttaskipting. Mér hefur alltaf þótt skrítið að bækurnar okkar hafa aldrei fengið pláss í Kiljunni. Við vitum að lesendur okkar eru jafnmargir og þeir eru misjafnir. Bækurnar eru að sama skapi ólíkar og það skal enginn segja mér að engin þeirra sé nógu góð til þess að hún verðskuldi umfjöllun. Afleiðingarnar eru að fólk telur þetta ekki til bókmennta og hálfskammast sín fyrir að líta í bók úr Rauðu seríunni. Sem er algerlega fráleitt. Auðvitað eru þetta bókmenntir ekki síður en allar glæpasögurnar sem koma út ár hvert, eða bækurnar hennar Guðrúnar frá Lundi. Þær voru ekki álitnar góðar bókmenntir hér áður og margir skömmuðust sín fyrir að lesa þær. En í dag hafa þær fengið uppreist æru. Ég skora á bókmenntaunnendur sem hafa ekki enn dottið í Rauðu seríuna að líta í nokkrar bækur og sjá hvort þar leynist ekki gimsteinar. Sjálf veit ég að bækurnar eru frábærar, enda vel ég þær sjálf. En það á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að lesa það sem maður hefur unun að,“ segir Rósa.

 

Hvernig sögur eru þetta?

Bækurnar sem koma út frá Ásútgáfunni lúta ákveðnum lögmálum og væntingum sem verður að uppfylla. „Í fyrsta lagi þarf að vera efni í henni, á blaðsíðu 15 þarf að vera komin spenna. Við stílum inn á rómantíkina en yfirleitt eiga sögupersónur við einhver vandamál að stríða. Sagan þarf að ganga upp og fólk verður að ná saman í lokin. Allar mínar bækur enda vel. Fólk vill ekki vera skilið eftir í uppnámi með óljós endalok. Við lesum til að öðlast gleði, ekki til að búa til ný vandamál.

 

Saga sem gerist í Reykjavík

Sögurnar innihalda langflestar sterkar persónur, bæði karla og konur. Það eru lögreglukonur, kvenkyns hermenn og karlarnir eru engar mannleysur.

Þetta eru samt ekki bara sakleysingjar, það eru líka fúlmenni og illkvendi. Svo er gaman að segja frá því að aðalpersóna í bók sem kemur út eftir áramótin er bresk kona. Hún er læknir sem kemur til Íslands til að vinna á Landspítalanum. Þar kynnist hún íslenskum björgunarsveitarmanni sem hefur slasast í þyrluslysi. Sagan gerist á Íslandi. Það finnst mér frábært,“ segir Rósa.

Bækurnar frá Ásútgáfunni má finna í öllum bestu bókabúðum landsins sem og fjölmörgum matvöruverslunum.

Nánari upplýsingar má nálgast á asutgafan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum