fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Söngskólinn flytur í nýtt húsnæði og fagnar 45 ára afmæli

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngskólinn í Reykjavík fagnar 45 ára afmæli í nú í haust. Jafnframt er Söngskólinn ný að flytja sig um set og er kominn með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Laufásvegi 49-51.

Hátt á fimmta þúsund nemenda, hafa stundað nám við skólann. Út um allan heim syngja söngvarar sem numið hafa við Söngskólann og útskrifast frá honum með ýmsar prófgráður. En Söngskólinn býður einnig upp á söngnám fyrir stúlkur og drengi allt frá 11 ára aldri og nú hefur eftirspurn eftir námi fyrir ennþá yngri nemendur aukist til muna; stefnt er að því að bjóða upp á nám fyrir ungviði, allt niður í 9 ára.

Stór þáttur í námi Söngskólanema er að þjálfast í að koma fram og tjá sig; í söng, leik og hreyfingum. Ungdeildir skólans hafa undanfarin ár tekið þátt í alls konar uppfærslum. Þau hafa flutt ýmis konar tónlist, má þar nefna sýningar settar saman úr íslenskum þjóðlögum og sönglögum og einnig léttri tónlist, t.d. úr kvikmyndum Walt Disneys og söngleikjatónlist, sem er vinsæl hjá þessum aldurshópum, ekki síst þar sem einnig er lagt upp úr leikrænni þjálfun, dansi og hreyfingum með tónlistinni.

Síðastliðinn vetur settu Ungdeildir Söngskólans upp Skilaboðaskjóðuna – tónleikauppfærslu með tilþrifum – við tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar og texta Þorvaldar Þorsteinssonar. Sýningin var sett upp í samvinnu við Barnamenningarhátíð í Reykjavík og sýnd í Iðnó, við miklar og góðar viðtökur sýningagesta, sem troðfylltu húsið tvisvar.

Nemendur Ungdeilda ljúka yfirleitt grunnprófi áður en þeir flytjast í almenna deild skólans, 16 ára að aldri. Námið veitir nemendum ómælda gleði og byggir upp sjálfstraust, ungviðið bókstaflega blómstrar og það kemur ljóslega fram á tvennum tónleikum sem deildin heldur árlega, auk uppfærslna sem þau taka þátt í með Nemendaóperu skólans.  Síðastliðinn vetur tók ungdeildin þátt í jólatónleikum Eivarar Pálsdóttur í Hörpu, það gera þau aftur núna og eru æfingar að hefjast.

Stór þáttur í námi allra nemenda við Söngskólann er þjálfun í að koma fram á tónleikum og tjá sig, bæði í söng og leik og náminu fylgir að sjálfsögðu fræðsla í öllum greinum er snúa að tónlist og flutningi hennar; tónfræði, tónheyrn, nótnalestri, fræðslu um sögu tónlistar og flutning í aldanna rás. Allir nemendur þjálfast í að koma fram og syngja fyrir áheyrendur og fá tilsögn þar að lútandi, bæði í einkatímum og fyrir samnemendur og nemendur sem komnir eru í framhaldsdeild, taka  þátt í uppfærslum Nemendaóperu Söngskólans. Nemendaóperan hefur verið starfrækt allt frá árinu 1982, sett upp hátt í 50 uppfærslur, bæði í heimabyggðinni Reykjavík og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni.

Sýning síðasta skólaárs, Leðurblakan eftir Strauss, var sýnd bæði í Hörpu í Reykjavík og Edinborgarhúsinu á Ísafirði, en auk þess hefur Nemendaóperan m.a. sýnt í Iðnó, Leikhúskjallaranum, Salnum Kópavogi og Íslensku óperunni.

Fyrir utan þetta almenna söngnám býður skólinn upp á ýmis námskeið; söngnámskeið utan venjulegs vinnutíma, sem eru geysivinsæl fyrir söngáhugafólk á öllum aldri, m.a. kórsöngvara og sem undirbúningur fyrir frekara söngnám.

Sjá nánar á vefsíðunni songskolinn.is

Meðfylgjandi myndir eru af starfsfólki skólans er það kom saman í nýja húsnæðinu snemma í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum