fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Stjarna á Skólavörðustígnum

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarna á Skólavörðustígnum
Ef til stendur að gæða sér á hlýlegum og ljúffengum mat í hjarta Reykjavíkur, en þó nógu langt frá látunum á Laugaveginum, þá þarf ekki að leita lengra en á horn Skólavörðustígs og Óðinsgötu. Þar stendur veitingahúsið Sjávargrillið þar sem lögð er áhersla á ljúffenga sjávarrétti, bæði séríslenska og alþjóðlega.

 

Eigandi Sjávargrillsins er Gústav Axel Gunnlaugsson, Húsvíkingur í húð og hár sem var kjörinn Matreiðslumaður ársins 2010. Sjávargrillið var opnað ári eftir að eigandinn hreppti titilinn og hefur hvergi komið lægð í fjölda heimsókna síðan.

Yfir sig ánægðir gestir
Það er ánægjulegt að starfa á veitingastað þar sem gestirnir eru yfir sig ánægðir með bæði mat og þjónustu dag eftir dag,“ segir Guðrún Rúnarsdóttir, veitingastjóri staðarins, og bætir við að hún hafi oft á orði við gestina að eftir 30 ára starfsferil í geiranum finnist henni heiður að vinna á veitingastað þar sem allt þetta helst í hendur að öllu leyti.

„Það er margt mjög spennandi framundan. Við verðum með nýjan matseðil í nóvember með jólaívafi. Skötuhlaðborðið sem hefur hitt í mark á hverju ári verður á sínum stað. Síðan kynnum við sérstakan áramótaseðil á síðasta degi ársins, 31. desember, auk fyrsta dagsins á því nýja,“ bætir Guðrún við.

Fagleg þjónusta
Við leggjum áherslu á faglega, ljúfa og skemmtilega þjónustu, og erum afar stolt af að geta státað af frábærum barþjónum sem laga glæsilega kokteila á meistaralegan hátt, háu hlutfalli af faglærðum þjónum í sal og meisturum í eldhúsinu.“ Sagði Guðrún að lokum.

https://www.sjavargrillid.is/en/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum