fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ístex: Lopinn hefur sinn karakter og sín sterku einkenni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lopinn er einstakt náttúruefni sem hefur sinn karakter frá íslensku sauðfé með sitt tog og þel. Framleiðsluferlið er að mörgu leyti flókið og þarf nána samvinnu frá bónda til spuna. Það þarf allt að koma saman: góð ull, natni bænda við búskapinn, fagmannlegur rúningur, flutningur um vetrartíma um allt land, ullarþvottur á Blönduósi og reynsla spunafólks í Mosfellsbæ. Lopinn hefur stóran aðdáendahóp, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Hann er kannski ekki mýksta bandið og kitlar suma pínulítið, en hann er hlýr, fallegur og sterkur,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, fyrirtækis sem hefur haldið á keflinu í íslenskri lopavinnslu frá 1991 eftir Álafoss.

„Bændur eiga 80% í félaginu, ásamt almennum fjárfestum. Við erum ekki með verslun sjálf heldur seljum bara beint í búðir og til fyrirtækja, ekki bara á Íslandi, heldur um nánast allan heim. Lopinn fer mjög víða og er vinsæll meðal ákveðins hóps enda eru ekki margir í svona framleiðslu á heimsvísu, á svona 100% náttúrubandi með sögu með rætur til íslenskra víkinga og víkingakvenna,“ segir Sigurður.

Ístex hefur notið þeirrar gæfu að bjóða með vörumerkinu Lopa margs konar vörulínur eins og Plötulopa, Álafosslopa, Bulkylopa, Léttlopa og Einband. Einbandið verður til að mynda 50 ára á næsta ári. Ístex framleiðir og selur einnig ullarteppi, gefur út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun og framleiðir vélprjónaband.

„Nýlega hefur orðið sú nýjung í starfseminni að bætt var við blöndunarklefum á Blönduósi, sem gerir hráullina betri og mun jafnari,“ segir Sigurður. Þá er verið að vinna með bændum að auka verðmæti ullarinnar með fræðslumyndböndum og heimasíðunni www.ullarmat.is.

Að sögn Sigurðar eru fastir starfsmenn 43, en við önnur árstíðabundin verkefni þá bætast við um 10 manns sem verktakar eða starfsmenn.

Sjá nánar um úrvalið, sölustaði, samstarfsaðila, uppskriftir og margt fleira á vefsíðunni istex.is.

„Fyrir utan lopa og garn selur Ístex ullarteppi en ekki aðrar framleiðsluvörur úr efninu, aðrir sjá um að framleiða slíkar vörur og við þjónustum þá sem við best getum. En Ístex gefur líka út prjónabækur sem njóta mikilla vinsælda og nú er komin út ný prjónabók eftir Védísi Jónsdóttur hönnuð sem hefur fengið frábært lof.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 5 dögum

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga