fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hans og Gréta: Ævintýraópera fyrir hugrakka krakka

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 11:10

Arnheiður Eiríksdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska Óperan er nú í óðaönn við að setja upp stórskemmtilegt óperustykki fyrir börn. Um er að ræða óperuverkið Hans og Gréta sem er byggt á samnefndu ævintýri Grimmsbræðra. Söguþráðinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en þarna eru grunlaus börn, foreldrar í krísu, sælgæti, vond norn og er allt þetta sett í ævintýralegan og oft á tíðum gamansaman búning.

Íslenska Óperan


Skemmtilegt verk fyrir káta krakka

Verkið samdi Engelbert Humperdinck við texta systur sinnar Adelheid Wette og var óperan frumýnd í Weimar í desember árið 1893. Sjálfur Richard Strauss stjórnaði uppfærslunni. Síðan þá hefur óperan Hans og Gréta iðulega verið sýnd í aðdraganda jólanna við mikinn fögnuð barna sem og foreldra. Verkið var þýtt yfir á íslensku af þeim Þorsteini Gylfasyni og Reyni Axelssyni og má fullyrða að textinn er með eindæmum sniðugur og skemmtilegur.

Íslenska Óperan

DV ræddi við nokkrar hæfileikaríkar söngkonur sem fara með stór hlutverk í sýningunni og eru ýmist nýútskrifaðar úr söngnámi eða hafa áður stigið á svið í þekktum óperuhúsum um allan heim.

 

Gaman að syngja á íslensku

Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur fyrir hana Grétu og Arnheiður Eiríksdóttir fer með hlutverk Hans. Jóna er með BA frá Vín og næst ætlar hún í meistaranám. Arnheiður er með MA og er á tveggja ára samningi við Óperuhúsið í Köln.

Jóna G. Kolbrúnardóttir fer með hlutverk Grétu

„Það er ótrúlega skemmtileg áskorun að syngja verkið á íslensku enda lærum við í gegnum allt okkar nám að bera fram orðin á erlendum tungumálum. Margir söngvarar læra úti og fá sjaldan að spreyta sig almennilega á íslensku. Þess vegna er kærkomið að búið sé að þýða verkið og hvílík þýðing,“ segir Arnheiður spennt og Jóna tekur undir að þýðingin sé alger snilld.

Arnheiður Eiríksdóttir fer með hlutverk Hans


Óli Lokbrá

Kristín Einardóttur Mäntylä syngur hlutverk Óla Lokbrá. Hún er að klára BA í Leipzig í Þýskalandi og stefnir á meistaranám. „Óli Lokbrá er auðvitað ekki í upprunalega ævintýrinu en bætir heilmiklu við söguna. Hann fremur til að mynda töfrabrögð og er bara virkilega skemmtileg persóna,“ segir Kristín.

Kristín Einarsdóttir Mäntylä fer með hlutverk Óla Lokbrár


Kolklikkuð norn á kústskafti

Dóra Steinunn Ármannsdóttir fer með hlutverk nornarinnar. Hún útskrifaðist fyrir um áratugi síðan frá Vínarborg líkt og stalla sín Jóna. Dóra er ekki alls ókunnug óperusviðinu enda hefur hún sungið í stórum óperuverkum á borð við Carmen og Valkyrjurnar. „Ég hef svo tvisvar áður sungið með Íslensku Óperunni en þetta er frumraun mín í Hörpu og hlakka ég ofboðslega til að fá að koma fram í Norðurljósum,“ segir Dóra. Hún hefur auk þess tekið tvisvar áður þátt í uppfærslu Hans og Grétu bæði á þýsku og ensku. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að syngja nornina og á íslensku og ég verð að segja að þessi karakter er dásamlegur. Hún er svo skemmtilega klikkuð, eiginlega alveg kexrugluð. Ég er til dæmis látin ferðast um á kústi og fæ að skoppa um sviðið með kústinn á milli lappanna,“ segir Dóra.

Dóra Steinunn Ármannsdóttir fer með hlutverk nornarinnar


Smitandi vinátta

Allar eru þær sammála að það sé frábær orka í hópnum. „Það eru allir svo jákvæðir og spenntir og svo þekkjumst við flest. Við erum til dæmis allar gamlar vinkonur og höfum þekkst frá því við vorum saman í kór í Langholtskirkju. Það hálfgerður fjölskyldubragur yfir allri uppsetningunni, það eru allir svo nánir og góðir vinir, og þessi stemning á eftir að smitast út fyrir sviðið, það er ég viss um,“ segir Jóna.

Hildigunnur Einarsdóttir fer með hlutverk móðurinnar


Nældu þér í miða

Verkið verður flutt fjórum sinnum í Norðurljósasal í Hörpunni á tímabilinu 25. nóvember (frumsýningadagur) til 9. desember. „Við vonumst til þess að sjá sem flesta enda er þetta stórskemmtilegt verk sem gaman er að fara með börnin á í aðdraganda jólanna. Það er svo fallegur jólaboðskapur í verkinu,“ segja þær stöllur.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Íslensku Óperunnar

Miða má nálgast á tix.is og í miðasölu Hörpu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum