fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Visitor: Draumajólagjöfin er ferð á enska boltann!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 12:00

Siggi Hlö.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vetur hefur ferðaskrifstofan Visitor boðið upp á hópferðir á enska boltann með íslenskri fararstjórn. Allar ferðir hafa selst upp og vakið mikla lukku. Þó að ferðirnar höfði vitanlega sterkt til knattspyrnuáhugamanna þykja þær líka vera mjög fjölskylduvænar. „Þetta er kjörið tækifæri til að bjóða afa í draumaferðina á sjötugsafmælinu hans, svo dæmi sér tekið,“ segir segir Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, hjá Visitor, og bætir við að oft fái fermingarbörn boltaferð í fermingargjöf. Að sjálfsögðu eru þessar ferðir líka frábærar jólagjafir. „Hóparnir okkar eru blandaðir og þarna gefst tækifæri til að sameina ljúfa helgarferð sem er í senn verslunarferð, fótboltaferð og gert vel við sig í mat og drykk,“ segir Siggi.

Visitor er með 50 miða á alla heimaleiki Manchester United á Old Trafford og Liverpool á Anfield.

„Fyrirtæki sem vilja fara með starfsfólk sitt til útlanda ættu að hafa samband við okkur mjög snemma í ferlinu því þessi fargjaldafrumskógur er ótrúlegur. Fargjöld hækka daglega fram að brottfarardegi og versti óvinur skemmtinefnda sem eru að spá í flugfargjöld og gistingar eru allar þessar leitarvélar sem sýna þér hagstætt verð, en þegar þú ert kannski með 30–80 manna hóp er bara allt annað í gangi,“ segir Siggi Hlö, en Visitor sérhæfir sig meðal annars í árshátíðarferðum og öðrum hvataferðum fyrirtækja til útlanda.

Visitor hefur áralanga reynslu af bókunum og skipulagningu hópferða og er beintengt við bókunarkerfi sem bjóða upp á hagstæðar ferðir. Visitor veitir persónulega þjónustu til jafnt lítilla sem stórra aðila og léttir mjög álagi og streitu af skemmtinefndum fyrirtækja sem oft standa í ströngu til að láta hópferðina verða sem fullkomnasta.

Sala ferða og upplýsingar um allar ferðir er að finna á vefsíðunni www.visitor.is eða í söluveri í síma 578-9888.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum