fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Dekraðu við þig á Snyrtistofunni Dimmalimm

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtistofan Dimmalimm má með sanni segja að sé falinn gimsteinn í hjarta Árbæjar. Húsakynnin eru notaleg og starfsfólkið veitir faglega, vandaða og góða þjónustu. „Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar hafi það gott hjá okkur, geti slakað vel á og látið amstur dagsins líða úr sér í róandi og slakandi andrúmslofti hér á stofunni hjá okkur,“ segir Svana.

„Við bjóðum í raun upp á allt þetta hefðbundna þegar kemur að snyrti- og dekurmeðferðum, þ.e. litun og plokkun, augnháralyftingu, hand- og fótameðferðir, nudd, vax og fleira en mig langar sérstaklega að nefna andlitsmeðferðirnar okkar. Við erum nefnilega með mjög flott úrval af andlitsmeðferðum, bæði dekurmeðferðir og róttækari andlitsmeðferðir,“ segir Svana.

 

Dermatude Meta Therapy – Andlitslyfting án skurðaðgerðar

Dermatude Meta Therapy er með virkari andlitsmeðferðum sem Dimmalimm býður upp á. Meðferðin er algerlega náttúruleg og sársaukalaus. Um er að ræða ósýnilega örgötun húðarinnar sem virkjar hana til að laga sig sjálf ásamt því að notuð eru virk efni. Meta Therapy örvar kollagen- og elastínframleiðslu, gefur raka og næringu og húðin verður stinnari og þéttari. Meðferðin vinnur meðal annars á línum, hrukkum, örum og litabreytingum. „Þessi meðferð er frábær kostur bæði fyrir konur og karla sem vilja virka andlitsmeðferð. Við mælum yfirleitt með átta skipta kúr á 12 vikna tímabili, en samt sem áður er gríðarlegur munur eftir eingöngu eitt skipti,“ segir Svana.

Ávextir í andlitið

„Ávaxtasýrumeðferð með C-vítamíni er önnur frábær andlitsmeðferð sem við bjóðum upp á. Hún er ekki jafn róttæk og Meta Therapy en engu að síður mjög frískandi og góð meðferð. Þessi er rosalega góð fyrir húð sem vantar smá ást. Meðferðin er tvífasa húðflögnunarmeðferð sem er í senn endurnýjandi og andoxandi. Sýrurnar vinna á fínum línum, hrukkum, örum og litaflekkjum auk þess að gefa húðinni raka og ljóma. Meðferðin er oft tekin í kúrum og mælum við oftast með fjórum til sex skiptum. Annars er meðferðin mjög gott búst fyrir húðina og er töluverður munur eftir eitt skipti,“ segir Svana. Einnig er boðið upp á hefðbundnari andlitsmeðferðir með nuddi, húðhreinsanir, andlitsmeðferðir með rafmagnstækjum og styttri meðferðir eins og rakameðferð.

 

Dekurpakkar

„Gjafabréfin okkar hafa notið gríðarlegra vinsælda í hinar ýmsu gjafir og nú þegar líður að jólum mæli ég svo sannarlega með þeim. Tilvalin gjöf handa þeim sem eiga allt og vantar ekkert nema notalega, slakandi stund fyrir sjálfan sig. Hægt er að kaupa gjafabréf í öllum verðflokkum, velja upphæð, meðferð eða setja saman sína eigin dekurpakka. Við aðstoðum auðvitað við val á meðferðum og svo er auðvitað alltaf hægt að skipta út ef handhafi gjafabréfsins vill gera það,“ segir Svana.

Frábært í dekurpakkann

„Í dekurpakkann mæli ég alltaf með andlitsmeðferðunum okkar, fótsnyrtingu og svo sérstaklega með Tranquility Pro Sleep Massage. Þetta er afar endurnærandi líkamsmeðferð fyrir huga, líkama og sál. Meðferðin slekkur alveg á heilanum og er rosalega flott gjöf fyrir fólk sem er stressað í jólaösinni eða þarf að kúpla sig út. Við leggjum mikið upp úr að gjafbréf séu falleg gjöf og koma þau því í gjafapoka með fallegri slaufu. Einnig erum við með glæsilegar gjafapakkningar eins og vanalega, á frábæru verði frá Comfort Zone og Dermatude vörunum sem við notum hér á stofunni,“ segir Svana.

Jólagleði

Þess má geta að 1. desember verður skemmtileg jólagleði í verslunarkjarnanum þar sem Dimmalimm er staðsett. Það verður alls konar húllumhæ, jólasveinar verða á stjái, afslættir af vörum og gjafabréfum og hægt verður að gera góð kaup og fá ráðgjöf við val á snyrtivörum og meðferðum.

Nánari upplýsingar má nálgast á dimmalimm.is

Hraunbær 102a (fyrir aftan Árbæjarblóm)

Opið er alla virka daga frá 10–18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Áferð íslenskrar náttúru. Aurum skartgripir eru umhverfisvænir og fallegir

Áferð íslenskrar náttúru. Aurum skartgripir eru umhverfisvænir og fallegir
Kynning
Fyrir 5 dögum

Reiðhjólaverzlunin Berlin: Fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem elska falleg reiðhjól

Reiðhjólaverzlunin Berlin: Fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem elska falleg reiðhjól
Kynning
Fyrir 1 viku

Frábær leik- og íþróttasvæði með útileiktækjum frá Jóhann Helgi & Co

Frábær leik- og íþróttasvæði með útileiktækjum frá Jóhann Helgi & Co
Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna
Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru