fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

ATV Reykjavík: Stórskemmtilegar fjórhjólaferðir fyrir alla fjölskylduna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ATV Reykjavík er lítið fjölskyldufyrirtæki, staðsett í nágrenni Reykjavíkur, í aðeins 15 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið býður upp á stórskemmtilegar og fjölbreyttar fjórhjólaferðir sem henta bæði byrjendum sem lengra komnum. „Við fjölskyldan rekum fyrirtækið saman, ég, konan mín, hún Hulda Rós Hilmarsdóttir, og börnin okkar, þau Jón Hilmar og Lilja Dís,“ segir Kristján Jónsson.

ATV Reykjavík Kynning

Útsýnisferð (The View)

Vinsælasta ferðin hjá ATV Reykjavík er klukkustundar löng ferð þar sem ekið er að Hafravatni og upp á Hafrafell. Toppurinn er 290 metra yfir sjávarmáli og er stórkostlegt útsýni til allra átta. Þaðan er gullfallegt útsýni yfir borgina og Esjuna. Einnig má sjá Hengilssvæðið og allan Reykjanesskaga. Í sérlega góðu skyggni glittir í hinn ævintýralega fagra Snæfellsjökul. Farið er í ferðina allan ársins hring ef til þess viðrar.

ATV Reykjavík Kynning

Útsýnisferð lengri (Super View)

Við bjóðum einnig upp á lengri ferð sem er örlítið meira krefjandi en Útsýnisferðin. Þá er farið upp á bæði Hafrafell og Úlfarsfell. Útsýnið er að sama skapi stórkostlegt eins og í Útsýnisferðinni og frá Úlfarsfelli má enn fremur sjá yfir allan Faxaflóa. Ferðin tekur 2–2,5 klukkustund og er farin allan ársins hring ef til þess viðrar.

 

Norðurljósaferðir

Norðurljósaferðirnar eru ekki bara fyrir ferðamennina en á veturna (september–maí) bjóðum við upp á stórskemmtilegar norðurljósaferðir á fjórhjólum. Þá er farin sama leið og í Útsýnisferðinni nema við förum af stað kl. 21.00. Ferðin tekur um það bil 1,5–2 tíma og munum við njóta saman útsýnisins, stjarnanna og norðurljósanna ef þau láta sjá sig, með heitt kakó, kaffi eða te í hönd.

ATV Reykjavík Kynning

Miðnætursólin

Á sumrin (maí–september) bjóðum við upp á 3–4 klukkustunda miðnæturferðir þar sem gefst kostur á að upplifa Ísland í sínu allra fegursta skarti, miðnætursólinni. Ferðirnar eru farnar klukkan 21.00.

ATV Reykjavík Kynning

Fjórhjólaferðir í jólapakkann

Kristján mælir heilshugar með því að gefnar séu fjórhjólaferðir í jólagjafir. „Svona upplifunargjafir eru virkilega skemmtilegar í jólapakkann, sérstaklega fyrir þá sem eiga allt. Þær taka til dæmis ekkert pláss í bílskúrnum. En svona í alvöru talað, þá eru þetta stórskemmtilegar ferðir sem skilja alveg ótrúlega mikið eftir. Það skemmir svo ekki fyrir að við erum í mjög stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík þannig að það þarf ekki að leggja á sig langa ferð til þess að skella sér á fjórhjól,“ segir Kristján.

ATV Reykjavík Kynning

Fjórhjól fyrir alla

Kristján sér um leiðsögn í ferðunum enda mikill áhugamaður um land og sögu auk þess sem hann er gríðarlegur sjarmör. Að hans sögn eru fjórhjólaferðir fyrir alla. „Flestir sem fara í þessar ferðir eru byrjendur og hafa aldrei prófað fjórhjól áður. Fyrir þá sem treysta sér ekki til þess að aka sjálfir, eða eru ekki með bílpróf, þá er alltaf hægt að sitja aftan á því hjólin eru tveggja manna. Börn allt niður í átta ára mega sitja aftan á. Allar okkar ferðir byrja á bænum okkar að Úlfarsfelli 3 þar sem við hvetjum gesti, sérstaklega ef börn eru með í för, til þess að koma og heilsa upp á húsdýrin okkar. Við erum með hesta, kindur og hunda,“ segir Kristján.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á atvreykjavik.is og Facebooksíðunni ATV Reykjavik

Úlfarsfellsvegur 35, 113 Reykjavík

Sími: 861-0006

Netfang: info@atvreykjavik.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi