fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 18:00

Icephone - Kringlan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Icephone býður upp á hraða þjónustu á símaviðgerðum, símafylgihluti og eldri síma, sem hafa verið uppgerðir. Einnig býður fyrirtækið upp á tölvu- og iPadviðgerðir.

Icephone hefur verið á bíógangi Kringlunnar við Te&Kaffi síðan í ágúst 2016 og nú í lok júlí var önnur verslun Icephone opnuð í miðbænum, að Týsgötu 1, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs. „Okkur fannst vanta 90 mínútna viðgerðir á iPhone-símum í miðbæinn,“ segir Halldór, framkvæmdastjóri Icephone.

Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Hjá Icephone fást símar sem hafa verið uppgerðir. „Við erum með tvær lausnir, annars vegar erum við að bjóða síma frá erlendu fyrirtæki sem gerir upp síma og selur í pakkningum með öllum fylgihlutum. Þetta er um það bil 20–30% ódýrara en að kaupa nýjan sambærilegan síma,“ segir Halldór.

Icephone gerir einnig upp síma sem hafa verið keyptir af viðskiptavinum. „Við kaupum yngri síma sem eru bilaðir eða með brotnum skjá og förum yfir þá, skiptum oftast um skjá og/eða batterí og bjóðum nýjum eiganda sex mánaða ábyrgð á símanum. Þannig er séð um okkar viðskiptavini. Við erum mest að kaupa iPhone iPhone 6 og yngri síma,“ segir Halldór, og bætir við að Icephone kaupi einnig yngri Samsung-síma. „Með þessu getum við lengt líftíma símanna og þá þarf ekki að kaupa allt nýtt.“

Jóhann Jónsson verslunarstjóri á Týsgötu.

Slagorðið er 90 mínútna viðgerðir

„Það er algengt að símar lendi í vatnsskaða eða höggskemmdum, hvort tveggja er yfirleitt utan ábyrgðar framleiðanda. Við fáum talsvert af slíkum tilfellum til okkar, auk þess sem við sjáum mikið af símum sem eru með slöpp batterí.

Það getur tekið langan tíma fyrir fólk að fá símana sína til baka úr viðgerð. Við fórum af stað með slagorðið 90 mínútna viðgerðir, þannig að fólk getur sinnt sínum erindum í Kringlunni eða í miðbænum á meðan við gerum við símann. Vinir og vinna er er allt í símanum hjá fólki í dag, auk samfélagsmiðla þannig að viðskiptavinurinn má alls ekki við því að missa tækið í marga, marga daga. Okkar markmið er að vera sneggri og reyna að klára viðgerð samdægurs eða daginn eftir,“ segir Halldór.

„Ef viðskiptavinur velur 90 mínútna viðgerð, þá þarf að panta slíka viðgerð. En ef við fáum til dæmis  iPhone, sem þarf skjáviðgerð, inn fyrri part dags, þá klárum við viðgerð á tækinu sama dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Við erum mest að gera við iPhone og Samsung, enda eru það algengustu símarnir á markaðinum.“

Ekkert skoðunargjald hjá Icephone

Ekkert skoðunargjald er hjá Icephone. „Þannig að við tökum við símanum og greinum hann fyrir þig. Viðskiptavinir eru eðlilega oft stressaðir yfir hvað hlutirnir kosta, við tökum símann inn, greinum hvað er að, höfum síðan samband við viðskiptavininn og segjum honum hvað sé að tækinu og hvað viðgerð muni kosta og viðskiptavinurinn getur þá valið hvort hann vill láta gera við símann eða ekki.“

Íhlutir eru dýrir og skjáir sem við notum eru dýrir vegna gæða. „Skjár og skjár er ekki það sama þótt fólk haldi oft annað, Icephone notar original Samsung-íhluti, það er meira framboð af íhlutum frá þriðja aðila í iPhone og gæði eru mjög mismunandi sem skýrir mismunandi verð. Við erum hins vegar komnir með ágætis reynslu af okkar birgjum þannig að við treystum okkur til að bjóða sex mánaða ábyrgð á þeim íhlutum sem við notum,“ segir Halldór.

Fylgihlutir fyrir síma

Icephone selur einnig fylgihluti fyrir síma. „Við seljum einnig símafylgihluti, hulstur, skjáfilmur, hleðslutæki, fyrirframgreidd símakort, vatnshelda poka og fleira. Auk þess erum við með Popsocket, sem er mjög vinsælt í dag, en það er sett aftan á símann til að halda betur á honum eða tylla honum á borð.“

Heimsendingarþjónusta

„Við bjóðum núna upp á heimsendingarþjónustu sem er þægilegt núna þegar fer að vetra fyrir alvöru,“ segir Halldóra.
Hægt að panta tíma á Icephone.is.

Icephone er staðsett í Kringlunni á bíóganginum og á Týsgötu 1, síminn er 546-5444.
Opnunartími er í takt við verslanir Kringlunnar og á Týsgötu frá kl. 10–18 alla virka daga.
Heimasíða: icephone.is og Facebooksíða: IcePhoneVidgerdir.

Icephone – verslun Týsgötu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 6 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!