fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Kynning

Vitundarvakning um kynferðisofbeldi gegn börnum: Ef þú sérð eitthvað, gerðu eitthvað

Kynning
Kynningardeild DV
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við berum ábyrgð á því að vernda börn og finna leiðir til að minnka líkur á því að þau fyrir kynferðisofbeldi. Það er undir okkur komið að þekkja og skilja einkenni kynferðisofbeldis,“ segir í myndbandi sem samtökin Blátt áfram hafa sent frá sér en það er hluti af átakinu Vitundarvakning sem stendur yfir dagana 1. til 9. nóvember. Megininntak átaksins er að hvetja almenning til að vera á varðbergi gagnvart óæskilegri hegðun fullorðinna í kringum börn og grípa inn í.

Í myndbandinu, sem má sjá í spilaranum hér undir greininni, eru jafnframt skilaboð um af hverju við eigum að gera eitthvað ef við sjáum eitthvað, og nokkur skref sem vísa fólki áfram. Brjóta mætti leiðbeiningarnar niður í þessi skref:

  1. Veittu því athygli að eitthvað er að gerast
  2. Túlkaðu alvarleika atburðarins
  3. Taktu ábyrgð og veittu hjálp
  4. Ákveddu hvernig hjálp

„Vitundarvakningin Blátt áfram í ár snýst um að fullorðnir geta verndað börn og komið í veg fyrir áreitni og ofbeldi gegn þeim. Við munum standa fyrir auglýsingaherferð, fræðslu og  undirskriftarlista í tengslum við hana. Með undirskriftarlistanum viljum við þrýsta á stjórnvöld að setja þekkingu um áfallamiðaða þjónustu á í háskólum landsins og með því að skrifa undir eru fullorðnir að stíga eitt skref í að gera eitthvað og hafa áhrif í lífi barna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram.

 Viðbrögð og viðbragðsleysi við ofbeldi

Að sögn Sigríðar beinist athyglin í þessu átaki að þeirri tilhneigingu í mannlegu eðli að vera óvirkur áhorfandi og grípa ekki til aðgerða: „Það er vitað að fólki ekki eðlislægt að bregðast við atburðum sem þykja óþægilegir og það eru nokkrar ástæður fyrir því. Ef við erum innan um aðra áhorfendur erum við síður líkleg til að bregðast við. Ef við teljum að einhver annar viti meira um atburðinn reiknum við með að sá hinn sami muni frekar bregðast við. Þá mætti einnig spyrja sig hvað get ég gert til að bregðast við, þó það sé óþægilegt? Til þess að geta brugðist við, t.d. þegar horft er upp á fullorðinn beita barn ofbeldi með einhverjum hætti, þarf viðkomandi að vera búinn að ákveða viðbrögð sín fyrirfram.“

Sigríður segir að margar ástæður séu fyrir því að einstaklingar séu ekki búnir að ákveða sín viðbrögð við ofbeldi eða áreitni: „Sömu hindranir eru til staðar þegar við hugsum um að tala um ofbeldi við aðra. Það er þessi óþægindatilfinning sem kemur yfir mann þegar minnst er á ofbeldi gegn börnum. Sem áhorfandi er auðveldara að efast um eigin hugsun og innsæi: Sá ég raunverulega það sem gerðist? Foreldri finnur oft fyrir skömm yfir því að hafa ekki séð neitt eða gert eitthvað fyrr. Önnur viðbrögð fjölskyldumeðlima eða nágranna eru að óttast viðbrögð annarra og hvað breytist ef ég segi einhverjum frá. Þolendur velta einnig fyrir sér öryggi sínu og afleiðingum þess að segja frá.“

Hvaða skref eru mikilvæg til að vernda börnin?

Sama hvert hlutverk okkar er til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá er gott að staldra við og spyrja sig hvaða skref eru mikilvæg til að vernda börn gegn ofbeldi og hvaða skref er ég tilbúin að taka. Það er áskorun að endurmeta gildi sín, reynslu og samskipti er snýr að öryggi.

„Okkar eigin skilningur á hvað sé í lagi, hvað sé heilbrigt og öruggt, sem sagt að þróa sinn þroska varðandi kynheilbrigði. Þegar við erum viss um okkar eigin leiðir eigum við auðveldara með að eiga samtalið við aðra um t.d. kynheilbrigði.

Reglulega fáum við hjá Blátt áfram spurningar um hvað við getum gert sem samfélag til að koma í veg fyrir fleiri stór mál eins og hafa komið upp innan kirkjunnar, hjá íþróttafélögum og í skólum, hér eins og víða annars staðar um allan heim.

Fólk vill þekkja einkennin, hvað er kynheilbrigði og hvernig geta fullorðnir rætt við börn um öryggi? Allar þessar spurningar eru áríðandi og mikilvæg skref í forvörnum. Við viljum bjóða þér að einblína á mikilvæg skref sem allir fullorðnir sem vilja vernda börn geta gert. Eigðu samtalið við sjálfa/n þig?“

Hjálpumst að við að vernda börn!

Sjá nánar á blattafram.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum

IP Kerfi – vefverslun

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum
Kynning
Fyrir 5 dögum

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár
Kynning
Fyrir 5 dögum

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Kynning
Fyrir 6 dögum

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 6 dögum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu
Kynning
Fyrir 1 viku

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó