fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Ferskur blær og lystaukandi humar í Rauða húsinu

Kynning
Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 7. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingarstaðurinn Rauða húsið á Bústaðarstíg 4 er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar einfaldlega í munni gesta. Staðurinn einkennist af einstaklega faglegri þjónustu og afslappandi andrúmslofti sem trekkir hvern á fætur öðrum á Bústaðarstíginn. Á næstu vikum má búast við gómsætum jólamatseðli, en hlaðborð staðarins hefur hitt rakleiðis í mark á hverju ári og kitlað bragðlauka viðskiptavina út í eitt.

Jessi Kingan, einn af eigendum Rauða hússins, segir veitingastaðinn sérhæfa sig í öllum tegundum humars, frá humarsúpu til pastarétta, og fullyrðir að fiskur staðarins sé ávallt ferskur enda berst hann til Jesse nýveiddur og ljúffengur hverju sinni. „Einn af eigendunum er útgerðarmaður og kemur alltaf til okkar með ferskan fisk beint á borðið,“ segir hún.

„Við ætlum svo að halda jólahlaðborð sem við erum nú að undirbúa, eins og við höfum gert síðustu árin, og verðum með lifandi tónlist og huggulega stemningu fram eftir kvöldi,“ segir Jesse.

Saga Rauða hússins

Veitingastaðurinn Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu á Eyrarbakka. Þann 14. maí 2005 var veitingastaðurinn fluttur yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður. Guðmunda Nielsen byggði elsta hluta Rauða hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð.

Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Húsinu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönskum kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi á Eyrarbakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins um aldir. Hér átti biskupsstóllinn í Skálholti einnig sína höfn og gerði út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi.

Árið 1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og einöngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum