fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Verkfærasalan: Hágæðaverkfæri beint frá birgjum og framúrskarandi öryggisvörur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið mikil vöxtur hjá okkur á síðustu misserum, við höfum farið úr einni verslun upp í þrjár á innan við tveimur árum,“ segir Elvar Aron Sigurðsson, hjá Verkfærasölunni. Verkfærasalan er nú með verslanir að Síðumúla 9 í Reykjavík, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Dalsbraut 1 á Akureyri. Auk þess rekur hún öfluga vefverslun á vefsíðunni vfs.is en að sögn Elvars Arons fara viðskipti í vefversluninni ört vaxandi.

Verkfærasalan er fyrirtæki sem leggur áherslu á öryggi og kemur það annars vegar fram í því að fyrirtækið selur örugg verkfæri frá traustum birgjum og hins vegar í því að vera með gott úrval af framúrskarandi öryggisvörum.

„Við bjóðum upp á mikið úrval af vörum frá traustum og þekktum birgjum,“ segir Elvar Aron. Gott dæmi um þetta er hinn virti framleiðandi Milwaukee en Verkfærasalan selur mikið af verkfærum frá þeim. „Við erum til dæmis með klippur fyrir jarðvegkapla, þar er hægt að notast við fjarstýringu og vera þannig í góðri fjarlægð, ef skyldi vera straumur á kaplinum,“ segir Elvar Aron.

Sem betur fer hafa öryggiskröfur aukist

Verkfærasalan er með mikil úrval af framúrskarandi öryggisvörum. Fyrirtækið selur fallvarnir frá Fallsafe og Skylotec. Meginhlutirnir í þeim eru belti og lína, ekki ósvipað og í fjallaklifri, nema að þessi búnaður er heldur stærri í sniðum. „Sem betur fer eru öryggiskröfur að aukast. Þegar menn eru að vinna á þökum þá verður að vera til staðar einhvers konar fallvörn,“ segir Elvar Aron. Hann segir að Vinnueftirlitið sé orðið mun virkara en áður fyrr við að framfylgja öryggisreglum og hugsunarháttur starfsmanna hafi breyst til batnaðar. Til dæmis séu yfirleitt allir með öryggishjálma á vinnusvæðum þar sem þörf er á slíku, en Verkfærasalan selur trausta öryggishjálma frá 3M. Einnig eru til sölu heyrnarlífar, öryggisskór, hnéhlífar, vettlingar, stigar og margt fleira.

Verkfærasalan þjónar bæði stórum og smáum aðilum. Meðal viðskiptavina eru verksmiðjur, byggingarfyrirtæki og verktakar. Allir reiða þessir aðilar sig á fagmannlega þjónustu og vörur sem standast öryggis- og gæðakröfur.

Sjá nánar á vefnum vfs.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum