fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Simmi Vill og Óli Valur

Kynning

ISR Matrix: Sjálfsvörn við hættulegustu aðstæður

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Arnþórsson er meðal annars þekktur fyrir að hafa stofnað íþróttafélagið Mjölni en í dag er hann með nýtt félag sem heitir ISR Matrix. Jón Viðar hefur staðið fyrir sjálfsvarnarnámskeiðum fyrir konur árum saman. Sunnudaginn 25. nóvember hefst nýtt námskeið, ISR Clutch, sem er ætlað fyrir karla og konur frá 16 ára aldri.

„Hingað til hef ég bara kennt karlmönnum öryggistök og bardagaíþróttir en þetta verður mun víðtækara, þarna læra þeir allan pakkann. Allt frá því að slá frá sér og verja sig yfir í að beita nánast hvaða brögðum sem er, allt eftir því hvers aðstæður krefjast. Kerfið er hannað með það í huga að á götunni, í villtum heimi ofbeldis, þá gilda engar reglur og það verður að taka mið af því. Líkja má þessu við MMA fyrir götuna. Inni í þessari kennslu er meðal annars beiting vopna og mikil taktík,“ segir Jón Viðar.

Á fyrsta kennsludegi verður kennt sex tíma grunnnámskeið og fólk getur síðan haldið áfram inn í stigvaxandi framhaldsnámskeið ef það kýs svo. Námskeiðið reynir bæði á andlegan og líkamlegan styrk. „Þetta kerfi er notað af sérsveit bandaríska flughersins og er gríðarlega öflugt. Áherslan er á að verja þig og yfirbuga árásarmann með mjög skjótum hætti,“ segir Jón.

Jón Viðar

Lokuð sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

Jón Viðar hefur haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur allt frá árinu 2011 en undanfarin misseri hefur orðið mikil þróun í þessari kennslu hans:

„Síðasta eina og hálfa árið hef ég verið að kenna ISR CAT kerfið sem er miklu betra en það sem ég notaði áður. Þetta nær yfir víðtækara svið og hefur verið þróað fyrir stelpur í bandaríska hernum sem eru sendar sem njósnarar á hættuleg svæði í Mexíkó, Afganistan, Íran og víðar, þar sem þær geta þurft að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum.“

Jón Viðar segir að þessi þjálfun sé orðin mjög yfirgripsmikil: „Við erum með grunnnámskeið sem allar konurnar þurfa að fara í gegnum fyrst, en það tekur 6 klukkutíma. Síðan tekur við framhaldsþjálfun fyrir konur sem er mjög vinsæl. Munurinn á þessu og sambærilegum námskeiðum sem hafa verið kennd hér undanfarin ár er sá að þú lærir ekki bara að slá frá þér eða losa þig úr tökum heldur líka að verjast í átökum inni í bifreið, inni í lyftu, lærir að losa þig ef þú ert frelsissvipt og bundin – lærir að beita ýmsum vopnum ef þess þarf, eggvopnum og skotvopnum. Einnig lærirðu taktík til að komast úr slæmum aðstæðum og einnig að fyrirbyggja þær.

Næsta grunnnámskeið fyrir konur verður haldið sunnudaginn 2. desember og í kjölfarið taka við framhaldsnámskeið fyrir þær sem það vilja.

Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni isrmatrix.is. Sjá einnig Facebook-síðuna ISR Matrix – Iceland. Kennsla fer fram í húsnæði ISR Matrix að Stórhöfða 17, Reykjavík. Símanúmer er 862 0808.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café
Kynning
Fyrir 1 viku

Frábær nýr sumarseðill á Sumac

Frábær nýr sumarseðill á Sumac
Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Café Adesso: Eitt vinsælasta kaffihús landsins lækkar verðið

Café Adesso: Eitt vinsælasta kaffihús landsins lækkar verðið
Kynning
Fyrir 1 viku

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 2 vikum

Héraðsskólinn að Laugarvatni: Þar sem ástin blómstrar alla daga

Héraðsskólinn að Laugarvatni: Þar sem ástin blómstrar alla daga