fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

IPT: Snjallar lausnir fyrir heimili og fyrirtæki

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IPT er verslun og þjónustuaðili sem býður upp á afar fjölbreyttar og spennandi lausnir í öryggismálum og eftirlitsbúnaði. Kappkostar fyrirtækið að bjóða reglulega upp á það nýjasta og besta í þessum bransa. Snjallbúnaður hefur rutt sér mjög til rúms á þessu sviði og IPT  býður upp á framúrskarandi snjalllausnir fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Meðal annas býður IPT upp á dyrasíma, myndavélar, innbrotsviðvörun og brunavörn fyrir heimili. Þá vinnur fyrirtækið mikið fyrir hótel og býður þeim upp á aðgangskerfi, myndavélar, innbrotsviðvörun og brunavörn. Þess má geta að IPT setti upp allan öryggisbúnað í Hörpu.

Kjartan Scheving, framkvæmdastjóri IPT, segir okkur frá þremur áhugaverðum vörum hjá fyrirtækinu en upplýsingar um aðrar vörur er að finna á vefnum ipt.is. Við gefum Kjartani orðið:

„Comelit er ítalskt hátæknifyrirtæki sem framleiðir dyrasíma fyrir heimili, bæði einbýlishús og fjölbýli, stofnað árið 1956. Hjá Comelit er mikið er lagt upp úr hönnun og mjúkum línum, og í boði eru margar gerðir af kerfum, bæði hliðrænum og stafrænum, og bæði myndkerfi og talkerfi. Hægt að setja upp kerfi með bæði bjölluhnappi fyrir hverja íbúð og lyklaborði þar sem valið er númer íbúðar.

Hægt er að hafa myndavélar tengdar kerfunum, t.d. í sameign eða í einbýlishúsum, og getur fólk haft myndavélar við hús ásamt nándarlestri til að opna dyr. Kerfin geta verið tengd nánast hvaða hlut sem er með út- eða inngangseiningum sem gerir það að verkum að hægt er að aðlaga kerfin að notendum.“

Kerfinu raðað saman eftir stærð hússins

Næst segir Kjartan okkur frá IKALL-kerfinu sem hentar jafnt fyrir einbýlishús sem mjög stór fjölbýli:

„IKALL-kerfið er kerfi sem hentar öllu frá einbýli til hundraða íbúða. Kerfið er sett saman úr einingum þannig að því er raðað saman eftir stærð hússins. Það hentar einstaklega vel þegar skipta þarf út gömlum kerfum með lágmarks fyrirhöfn. Með IKALL ertu líka kominn með kerfi sem hefur marga viðbótarmöguleika, til dæmis aukamyndavélar, og þú getur látið kerfið elta þig. Hægt er að sérsníða möguleikana fyrir hverja og eina íbúð og því getur þú valið aðra möguleika fyrir þig en nágranni þinn.

Ikall er 2 víra kerfi sem vinnur á gömlum lögnum frá gamla kerfinu. Þú getur haft öryggiskerfi heimilisins og dyrasímann í einum pakka.“

Dyrasími + app

Kjartan segir okkur loks frá Visto, nýjustu afurðinni frá hinum rómaða, ítalska framleiðanda, Comelit:

„Visto er nýjasta afurð Comelit: Dyrasími sem vinnur eingöngu með appi og hægt er að hafa bæði  inni- og útimyndavélar tengdar við appið. Þetta er dyrasími sem veit hvar þú ert og með appi getur hann haft samband við þig, hvar sem þú ert.“

Þess má geta að IPT er með afar góðan afslátt hjá Comelit næstu mánuði og færir þann afslátt beint til viðskiptavina sem geta því fengið hágæða vörur frá Comelit á sérlega góðum kjörum.

Sjá nánar á ipt.is. IPT er til húsa að Skútuvogi 1 G, Reykjavík. Leitið tilboða eða komið með fyrirspurnir í síma 763-8831 eða með tölvupósti á netfangið ipt@ipt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum