fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Hjartalag: Gullkorn og kærleiksgjafir sem lýsa upp myrkrið

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartalag er hönnunarfyrirtæki sem er stútfullt af kærleika, visku og fágaðri hönnun. Einn eigandi er Hulda Ólafsdóttir en hún er grafískur hönnuður. Upphaf Hjartalags má rekja til þess að Hulda gekk í gegnum erfiðleika í lífinu og hóf að skrifa sig í gegnum þá með það jákvæða að leiðarljósi; að læra og vaxa, gefa af sér og veita von. Í vöruúrvali fyrirtækisins blandast saman fallega hannaðir hlutir og vel orðuð lífspeki, ljóð og hugleiðingar.

Ein vinsælasta vara fyrirtækisins eru 25 mismunandi gullkorn í pakka sem fjalla á uppbyggilegan og jákvæðan hátt um vináttuna, styrkinn, vonina, kærleikann, ástina, hamingjuna, lífið og tilveruna og margt fleira. Þetta er tilvalin smágjöf þegar vinkonur hittast eða haldið er heimboð, eða bara til að draga úr stokki daglega eða þegar þig langar til að upplifa eitthvað jákvætt.

Önnur vinsælasta varan er uppskriftabók fyrir uppáhaldsuppskriftirnar þínar þar sem eigandinn fyllir inn í sjálfur. Með fylgir uppskrift að hamingju og efnisyfirlit. Hægt er að skrá innihaldslýsingu, gefa stjörnur og skrá athugasemdir. Nýjasta bókin í þessum flokki er „Uppáhalds JÓLA uppskriftirnar mínar“.

Það nýjasta frá Hjartalagi eru plaköt og myndir með gullkornum eftir Huldu, en hún valdi nokkra textana úr gullkornapakkanum til að nota í verkin. Hægt er að fá myndir niður í 10×15 cm, upp í stór plaköt, 70×100 cm. Stóru plakötin eru falla sérlega vel inn í stór rými, t.d. á stofnanir, líkamsræktarstöðvar og fleira.

Þá má nefna markmiðabækur fyrir skvísur og töffara á öllum aldri þar sem eigandinn eflir það jákvæða fyrir bæði líkama og sál. Einnig gestabækur fyrir einstaka viðburði, bundnar með silkiborða, sem henta fyrir tilefni á borð við skírnir, fermingar, brúðkaup og erfidrykkjur.

Ný vara sem kom fram í sumar er tímalaust afmælisdagatal með gullkornum. Gildir það ár eftir ár þar sem eigandinn skráir niður afmælisbörnin í fjölskyldunni og vinahópnum. Eiguleg gjöf, til dæmis fyrir afa og ömmu, eða þá sem eru ekki á Facebook.

Dásamleg ilmkerti og fleiri vörur

Hjartalag er með ilmkerti með hlýlegum ljóðum sem henta ýmist sem samúðargjöf, vináttuvottur eða áfangagjöf. Kertin eru framleidd af Sælusápum í sveitasælunni í Kelduhverfi. Dásamlegur ilmur er af þeim: vanillukókos með slettu af sítrónugrasi. Ljóðin á kertunum eru mismunandi eftir tilefni.

Enn fremur býður Hjartalag upp á skálar og bakka úr birki og bakkaborð sem eru mynduð úr tveimur bökkum og pólýhúðaðri álgrind sem hægt er að fella saman. Þetta eru ótrúlega sterkar vörur, með melamine-húð og þola ansi margt.

Þá má nefna teppi úr lífrænni bómull í tveimur litum, gráum og bleikum. Teppin eru óvenjustór, 150×200 cm. Þau eru dásamlega mjúk og falleg.

Afmælishátíð Hjartalags 

Á þessu ári fagnar Hjartalag 5 ára afmæli og heldur upp á það helgina 30. nóv.–1. des. með opnu húsi fyrir gesti og gangandi, en þar verða ýmis afmælistilboð í gangi. Þeir sem ekki geta mætt njóta tilboðanna í vefverslun Hjartalags á hjartalag.is. Staðsetning vinnustofu (sem er opin eftir samkomulagi): Þórunnarstræti 97, Akureyri.

Sjá nánar á vefsíðunni hjartalag.is þar sem einnig er vefverslun og upplýsingar um sölustaði á vörum Hjartalags. Sjá einnig Facebook-síðuna Hjartalag, Instagram: hjartalag og pinterest: hjartalag.

Síðast en ekki síst minnum við á áhugaverða bloggsíðu Huldu á ensku, sem er á slóðinni storyofmyheart.net. Um bloggið segir Hulda: „Þar legg ég áherslu á gullkornin mín auk þess að blogga og skrifa um lífið og tilveruna í því samhengi að leggja áherslu á að snúa því sem er neikvætt yfir í eitthvað uppbyggilegt. Það er nauðsynlegt að syrgja og eiga sína erfiðu daga en svo er líka mikilvægt að rísa upp og nota það í að gera gott bæði fyrir sjálfan sig og aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum

IP Kerfi – vefverslun

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum
Kynning
Fyrir 5 dögum

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár
Kynning
Fyrir 5 dögum

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Kynning
Fyrir 6 dögum

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 6 dögum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu
Kynning
Fyrir 1 viku

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó