fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Reykjavík Asian býður upp á girnilega og gómsæta asíska matarbakka

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Asian er nýtt fyrirtæki sem framleiðir tilbúna asíska matarbakka sem er tilvalið að taka með sér, íslenskt hráefni í bland við asíska matargerð.

„Þetta er sushi, núðlubakkar, steikt hrísgrjón með kjúklingi, kjúklingaréttir, laxaréttir, sushi-samlokur og  spicy-samlokur með túnfiski eða kjúklingi,“ segir Bjarni Lúðvíksson, annar eigenda, en hinn er Magnús Heimisson.

„Ýmislegt fleira er á matseðlinum okkar og mun vöruúrvalið aukast á næstunni.“

Eins og er fæst Reykjavík Asian í öllum verslunum Nettó á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ, og í öllum Krambúðum. Einnig er Reykjavík Asian á þremur stöðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Við erum með taílenskan veitingastað í Keflavík, og einnig áttum við þar fiskverslun sem var einnig veitingastaður. Við urðum að loka þeim stað vegna framkvæmda á húsinu. Eitt leiddi af öðru og allt í einu vorum við farnir að selja sushi og ýmislegt annað í flugstöðinni, byrjuðum svo með sushi í nokkrum verslunum og sáum þá mörg tækifæri í þessu. Fólk er með kröfur og okkur fannst vanta betra bragð og meiri fjölbreytni tilbúna rétti í dag.

Í dag er Reykjavík Asian okkar stærsta verkefni, enda gengur mjög vel og það er komið víða.“

Reykjavík Asian býður einnig upp á veisluþjónustu, þá kemur sushi, núðlur og fleira á bökkum til viðskiptavina og hrísgrjón, sósur og allt tilheyrandi fylgir með.

„Reykjavík er orðið flott vörumerki og því völdum við það nafn og finnst það töff,“ segir Bjarni. „Sushi er mjög vinsælt í dag, einnig sem skyndibiti til að grípa með sér, enda einfalt og þægilegt. Og einnig er það mjög vinsælt á veitingastöðum.“

Á næstunni verða kynningar á Reykjavík Asian í öllum verslunum Nettó.

Allar upplýsingar má finna á Facebooksíðu Reykjavík Asian: Reykjavík Asian og í síma 841-1448.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld