fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að vinna með heildarlausnir hér í Hljóðfærahúsinu, hér geturðu fengið allt fyrir tónlistarmanninn og þann sem vill verða tónlistarmaður. Draumurinn rætist hér,“ segir Arnar Þór Gíslason í Hljóðfærahúsinu. Verslunin var opnuð árið 1916 og er því komin á aðra öldina. Þrátt fyrir þennan háa aldur er Hljóðfærahúsið afar nútímaleg verslun sem býður það nýjasta og besta í hljóðfærum og tónlistartengdum margmiðlunarbúnaði sem náð hefur mikilli útbreiðslu undanfarin ár og er í stöðugri þróun.

„Kassagítar og rafmagnspíanó eru alltaf vinsælustu jólagjafirnar, ásamt rafgítörum og rafbössum,“ segir Arnar en sem dæmi um spennandi nýjungar nefnir hann Hifi-hátalara og streymistæki frá Naim Audio og Focal-hátalara. „Við erum með herbergi hér fyrir streymistæki þar sem fólk getur prófað að streyma tónlistinni beint úr símanum sínum,“ segir Arnar.

„Þekktustu merkin eru Yamaha í hljómborðum, trommusettum, gítörum og hljóðkerfinu; Fender í gítörum og mögnurum, og Shure er leiðandi í hljóðnemum og heyrnartólum.“

Viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur: „Hingað kemur þekkt tónlistarfólk og alls konar annað tónlistarfólk því það leynist tónlistarmaður í hverri fjölskyldu og allir hafa áhuga á tónlist.“

Jólagjöf sem kveikir neistann í ungu fólki

Verð á hljóðfærum er gott um þessar mundir vegna hagstæðrar gengisþróunar, sem eykur enn möguleikana á spennandi jólagjöfum úr Hljóðfærahúsinu. Í boði eru gjafabréf fyrir hvaða upphæð sem er, sem gilda fyrir hvaða vörur sem er í versluninni.

Tónlistariðkun af öllu tagi er afskaplega uppbyggilegt og þroskandi áhugamál fyrir ungt fólk. Sumir hafa áhyggjur af því að unglingar leiki sér of mikið í tölvuleikjum og snjalltækjum en hljóðfæri og aðrar tónlistargjafir geta opnað ungu fólki alveg nýjan heim og gert tómstundirnar að skapandi ástríðu.

Stafrænt stúdíó fyrir nokkra tugi þúsunda

„Fyrir nokkra tugi þúsunda getur fólk fengið búnað sem dugar til að taka upp í sambærilegum gæðum og voru í hljóðverum fyrir um 20 árum. Ef þú átt tölvu heima hjá þér geturðu útbúið stúdíó þar fyrir nokkra tugi þúsunda og hljómgæðin eru mjög viðunandi,“ segir Arnar, en fjölmargir tónlistarmenn sem taka upp tónlist með þessum ódýra hætti hafa komið fram á Youtube-rásinni undanfarin ár og eignast milljónir fylgjenda.

Hljóðfærahúsið er til húsa að Síðumúla 20. Þangað er gaman að koma og skoða allt úrvalið af hljóðfærum og búnaði. Á heimasíðu fyrirtækisins, hljodfaerahusid.is, má finna góðar upplýsingar um vöruúrvalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir í 13 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV JEPPINN FRUMSÝNDUR
Kynning
Fyrir 3 vikum

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!

Erpsstaðir: Þá erum við orðin 10 ára!!!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís