fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi

Kynning
Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 13. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hjarta Borgarness, í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavíkurborg, situr B59 Hotel. Þar má finna glænýja og glæsilega stemningu með hönnun sem er innblásin af hinni stórfenglegu náttúru sem umlykur hótelið og nesið. Capital Hotels rekur B59 Hotel, sem dregur nafn sitt af staðsetningunni miðsvæðis í bænum að Borgarbraut 59, beint á móti Hyrnutorgi.

„Við erum mjög ánægð með nálægðina við Reykjavík og viðtökurnar sem við höfum fengið,“ segir Jóel Hjálmarsson hótelstjóri. Jóel er með BA-gráðu í alþjóðlegri hótelstjórnun og ferðamálafræði frá IHTTI í Sviss. Hann hefur meðal annars starfað fyrir Starwood Hotels and Resorts, Hakkasan Ltd., Hilton International Hotels og Icelandair Hotels.

Að sögn Jóels hefur reksturinn á B59 gengið vonum framar frá opnuninni í sumar á þessu ári og segir hann allan gang vera á hótelgestum. „Það er mikið af Íslendingum sem kemur til okkar, en ekki bara erlent ferðafólk og við höfum verið dugleg að bjóða upp á alls kyns pakka, gjafabréf og höfum líka tekið á móti hópum, ráðstefnum og fundum.“

Á B59 er veigamikið rými að finna, með 81 herbergi auk þess að þarna er að finna huggulegan veitingastað, sportbar ásamt heilsulind og ýmsu. Veitingastaðurinn, Snorri kitchen & bar, leggur áherslu á hráefni úr héraði og eru réttirnir almennt með alþjóðlegu ívafi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum