fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæðakot er verslun með megináherslu á barnaföt og hannyrðavörur og hefur nokkra sérstöðu: Verslunin hefur verið starfandi á Ísafirði um sex ára skeið en fyrir rúmu ári opnaði Klæðakot líka vefverslun og þar með varð allt landið að markaðssvæði. Jafnframt því hefur vöruúrval verið aukið mikið.

„Upphaflega var þetta hannyrðaverslun en það eru ekki nema tvö ár síðan við byrjuðum með barnaföt og töskurnar vinsælu sem við erum með tókum við inn bara í sumar sem leið,“ segir Halldóra Björk Norðdahl, annar eigandi fyrirtækisins sem hún rekur í samvinnu við Önnu Jakobínu Hinriksdóttur og eru þær jafnframt einu starfsmennirnir.

Verslunin á Ísafirði er staðsett í hjarta bæjarins, á Silfurtorgi, gegnt gamla bakaríinu. Í vöruinnkaupum leggja þær stöllur áherslu á bæði gæði og hagstætt verð: „Einfaldleiki og gæði á góðu verði er okkar kjörorð,“ segir Halldóra, en vörurnar koma einkum frá þremur löndum: „Barnafötin koma frá Danmörku, garnið kemur mestmegnis frá Noregi og töskurnar eru frá Þýskalandi, frá verksmiðju sem er rétt fyrir utan vinabæ Ísafjarðar, Kaufering.“

Klæðakot er rómað fyrir lága álagningu og þær stöllur kappkosta að hagræða í rekstrinum til að halda verðinu niðri. Sendingarkostnaður með öllum vörusendingum er 800 kr. óháð stærð þeirra.

„Við erum ekki með ýkja marga viðskiptavini í Reykjavík en flestir okkar viðskiptavinir búa í litlum bæjum víðs vegar um landið,“ segir Halldóra, en auk þess leggur Klæðakot á sig þær skyldur að sinna þörfum íbúanna í heimabyggð: „Við erum eina barnafataverslunin á svæðinu og eina garnverslunin og reynum að vera með allt sem fólk kann að vanhaga um á þessu sviði, til dæmis kuldaskó.“

Það er gaman að koma í verslunina á Ísafirði og erlendir ferðamenn eru þar tíðförulir á sumrin. Eru þá í boði sérstakir prjónapakkar fyrir þá, garn og uppskriftir.

Fyrir þá sem ekki eiga leið til Ísafjarðar á næstunni er hins vegar kjörið að kíkja í vefverslunina á klaedakot.is, skoða úrvalið og gera góð kaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn