fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Kynning

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. október 2018 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Skeifunni 11D er rekinn vinsæll og merkilegur markaður með barnavörur en þar býðst almenningi að vera með sölubása og selja til dæmis notuð föt og leikföng barna sinna. Meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa þjónustu er Inga Rós Reynisdóttir, þriggja barna móðir, en hún er með bás númer 143 í Barnaloppunni þessa dagana.

„Að þessu sinni er ég með föt og leikföng. Ég er með nokkuð af fötum í dýrum merkjum, til dæmis 66°N útiföt, Molo, Polarn o.pyret og fleira slíkt, en líka ódýrari föt eins og frá H&M. Reynslan hingað til er að dýru hlutirnir seljast fyrst, fólk sér þarna tækifæri til að kaupa mjög vandaðar vörur á miklu lægra verði en út úr búð,“ segir Inga.

Inga hefur áður verði með bás en þá bauð hún hins vegar upp á barnavagn, barnakerru og fleiri stóra hluti og þá voru viðbrögðin mjög sterk: „Þetta seldist á innan við hálftíma,“ segir hún.

„Hérna áður fyrr seldi ég barnavörur í Kolaportinu og fór síðan að gefa þau í Rauða krossinn. En þegar Barnaloppan opnaði var áhugi minn strax vakinn á henni, ekki síst vegna umhverfisverndar. Það er mikilvægt að endurnýta hluti á borð við heil barnaföt og leikföng og slæmt að henda slíku. Ég hef líka nýtt mér Barnaloppuna til að kaupa hluti sem börnin mín vanhagar um.“

Inga Rós er ánægð með tekjurnar sem hún hefur upp úr sölunni miðað við fremur litla vinnu en þeir sem reka básana þurfa ekkert að vera á staðnum heldur aðeins setja upp básinn og sjá hagnaðinn koma inn. „Það græða allir. Við sem seljum getum fengið góðan hagnað, þeir sem kaupa geta fengið góðar vörur á mjög hagstæðu verði – en mest græðir umhverfið ef við hættum að henda hlutum og endurnýtum þá með þessum hætti.“

Börnin hafa mjög gaman af að koma með

„Það er afskaplega gott að koma hingað vegna þess að fólkið sem rekur Barnaloppuna er svo elskulegt og hér er frábær andi. Sölukerfið inni á vefsíðunni þeirra er síðan mjög þægilegt og aðgengilegt fyrir okkur sem erum með sölubása þarna,“ segir Inga, en börnin hennar þrjú hafa afskaplega gaman af því að koma með henni í Barnaloppuna:

„Þau eru mjög spennt yfir því að fylgjast með hvernig salan gengur og þau sjá þarna möguleika á því að geta keypt sem hluti sem þau langar í fyrir aðra hluti sem þau hafa átt og við seljum. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli fyrir þau.“

Barnaloppan er opin virka daga frá kl. 11 til 18 og um helgar frá 11 til 17.

Sjá nánar í fyrri grein um Barnaloppuna

Sjá nánar á vefsíðu Barnaloppunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 5 dögum

900 Grillhús: Goðsögulegir borgarar beint frá býli

900 Grillhús: Goðsögulegir borgarar beint frá býli
Kynning
Fyrir 1 viku

Hunda- og kattahótel Suðurnesja: Hvíldarinnlögn og sumarbúðir fyrir loðna leikfélaga

Hunda- og kattahótel Suðurnesja: Hvíldarinnlögn og sumarbúðir fyrir loðna leikfélaga
Kynning
Fyrir 1 viku

Lýsing og Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing og Hönnun er með lausnir fyrir alla
Kynning
Fyrir 1 viku

KÆLIDAGAR í Heimilistækjum

KÆLIDAGAR í Heimilistækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann

Laugin: Heiti potturinn og allt fyrir hann
Kynning
Fyrir 2 vikum

Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fimmtugsafmæli fagnað á ferð: Hleypur, hjólar og syndir 100.050 metra

Fimmtugsafmæli fagnað á ferð: Hleypur, hjólar og syndir 100.050 metra