fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Skúmaskot – Vinalegasta búðin í bænum

Kynning
Kynningardeild DV
Mánudaginn 1. október 2018 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á horni Skólavörðustígs, Klapparstígs og Njálsgötu stendur hönnunar- og listagalleríið Skúmaskot. Þar hafa nokkrar listakonur og hönnuðir komið sér vel fyrir í einu fallegasta verslunarrými borgarinnar. Rýmið er sérstakt fyrir þær sakir að þar eru upprunalegar innréttingar Fatabúðarinnar frá árinu 1947 sem ljá búðinni hlýlegt og vinalegt yfirbragð. Þegar komið er inn í búðina opnast heimur af íslensku handverki, hönnun og listmunum sem njóta sín vel í þessu skemmtilega umhverfi. Þar má meðal annars sjá málverk, skartgripi, leirmuni, töskur, glermuni og fatnað, bæði á konur og stúlkur. Fjölbreytnin og litagleðin ræður ríkjum í þessu litla listaskoti og það er sannarlega upplifun að koma inn í búðina. Listakonurnar skiptast á að vera á staðnum sem gerir Skúmaskot að einstakri og persónulegri verslun.

Skúmaskot

Skólavörðustígur 21a

Facebook: skumaskot.art.design

Instagram: skumaskot

 

Edda Skúladóttir klæðskeri – Fluga design

Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata- og fylgihlutalína fyrir konur á öllum aldri. „Ég vinn mína hönnun má segja alla leið, þ.e. hanna, geri snið og sauma allt sjálf.“ Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður hver og ein flík einstök. www.fluga.is

 

Elín Haraldsdóttir, myndlistarmaður og keramiker – Art by Elín

Elín Haraldsdóttir vinnur bæði sem keramiker og myndlistarmaður. Málverkin hennar eru draumkenndar og litríkar náttúrustemningar sem innblásnar eru af litum, formum og birtunni á Íslandi. Keramikmunir Elínar eru aðallega nytjahlutir unnir úr postulíni og formin eru einföld, lífræn og nútímaleg. www.facebook.com/artbyelin

Erla Dóra Gísladóttir skartgripahönnuður – Eddó design

Erla Dóra Gísladóttir lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn. Hún smíðar mestmegnis úr silfri undir merkinu Eddó Design. Hún sækir innblástur í náttúruleg form og áferðir. Hver einasti gripur er handsmíðaður og einstakur. www.eddodesign.com

 

Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður – Dóttir

Listamaður vikunnar í Skúmaskoti fær að skreyta þennan glugga að eigin vild, eina viku í senn. Hér eru vörur frá barnafatamerkinu Dóttir í fallega skreyttum haustglugga. Allur fatnaðurinn hjá Dóttur er gerður af hönnuðinum sjálfum, Guðrúnu Kristínu, bæði þægilegir kjólar og hlýjar peysur fyrir 2–12 ára. www.dottir.net/

 

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir fylgihlutahönnuður – Ísafold

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hannar undir nafninu Ísafold. Heiða er fylgihlutahönnuður og hannar og framleiðir töskur og fylgihluti úr leðri og skinni fyrir konur. Hún notast nánast eingöngu við náttúruleg hráefni og endurvinnur leður í bland við nýtt leður, selskinn, ref og fleira.  www.isafolddesign.is

 

Katrín Þórey Ingadóttir – Katrín Þórey Gullsmiður

Katrín Þórey Ingadóttir útskrifaðist úr sínu draumanámi frá Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskaland í febrúar 2018. Eftir skóla fluttist hún heim og bættist í hóp frábærra kvenna í Skúmaskoti þar sem hún selur skartgripi úr gulli og silfri. Skartgripirnir eru einfaldir en einstakir og eru smíðaðir af mikilli natni og kærleika. www.facebook.com/katringullsmidur

Margrét Steinunn Thorarensen hönnuður – Interior

Margrét Steinunn Thorarensen lærði innanhússhönnun og stíliseringu í London og vinnur í dag við við það ásamt vöruhönnun. Hún hannaði púðalínuna „Stakkaskipti“ vegna þess að henni fannst vanta sterka og endingargóða púða á markaðinn sem væru breytanlegir. Púðalínan er eingöngu unnin úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum eins og ull og roði. Púðinn sjálfur er úr ullarefni sem ætlað er til bólstrunar á húsgögnum og er því sterkur og endingargóður.  www.interior.is

Ragna Ingimundardóttir leirlistamaður

Ragna Ingimundardóttir mótar vasa, laufblöð og skálar í öllum stærðum og gerðum úr steinleir. Hugmyndir sínar sækir hún til náttúrunnar þegar hún býr til verk sín og formin eru sígild og sterk. www.facebook.com/ragnaid

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum