fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Landnámssetrið: Hollustuhlaðborð og sívinsælar sýningar á Söguloftinu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landnámssetrið í Borgarnesi verður sífellt vinsælla með hverju árinu og þar næra gestir bæði líkama og sál. Veitingastaðurinn í Landnámssetrinu hefur slegið í gegn, ekki síst með sínu ferska og ljúffenga hádegishlaðborði sem er á mjög hagstæðu verði. Veitingastaðurinn er fjölskylduvænn og notalegur og er opinn alla daga frá kl. 10 til 21. Hollustuhlaðborðið er alla daga frá 11.30–15.00. Á hlaðborðinu eru fjölbreyttir grænmetisréttir, salöt, heit súpa og ilmandi nýbakað brauð. Borgnesingar eru nú orðnir fastagestir á staðnum í hádegismat og fjölmargir aðrir sækja þangað líka.

Í setrinu eru tvær sögusýningar sem veita einstaka innsýn í fortíð þjóðarinnar á afar lifandi hátt með áhrifamiklum myndverkum. Á Egilssögusýningunni eru gestir leiddir í gegnum nokkurs konar völundarhús inn í ævintýraheim sögunnar.

Landnámssýningin byggir á þeim einstöku heimildum um upphaf Íslandsbyggðar sem er að finna í Íslendingabók og Landnámu. Bækurnar voru skrifaðar á 12. öld, sennilega báðar af Ara fróða. Það eru ekki margar þjóðir sem eiga svo nákvæmar skrifaðar heimildir um uppruna sinn aðeins um 200 árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Efni sýningarinnar byggir á þessum heimildum en engin ábyrgð er tekin á sannleiksgildi þeirra. Með lýsingu og lifandi myndum er leitast við að skapa spennandi andrúmsloft, auk þess sem þar er að finna fágætt líkan af Íslandsfari eftir Gunnar Marel Eggertsson.

Dagskráin á Söguloftinu er nú að fara í fullan gang með haustinu. Frá árinu 2006 hafa á milli 20 og 30 rithöfundar troðið þar upp með einhvers konar sýningar. Í kringum mánaðamótin september/október verður Vilborg Davíðsdóttir með fjórar aukasýningar á hinni vinsælu dagskrá sinni um Auði djúpúðgu.

 

Einar Kárason heldur jafnframt áfram með Grettissögu sína og Finnur Torfi Hjörleifsson verður með dagskrá byggða á eigin verkum þann 8. nóvember. Snemma í desember verða KK og Ellan síðan með jólatónleika.

Nánari upplýsingar um alla viðburði á Söguloftinu og miðasala á þá er á vefsíðunni landnam.is.

Fallegar gjafavörur

Í Landnámssetrinu er rekin verslun með fallegri og vandaðri gjafavöru. „Þessar vörur eru ekkert endilega fyrir útlendinga heldur henta þær prýðilega sem gjafir handa Íslendingum líka. Við leggjum áherslu á íslenska hönnun og erum líka með afurðir handverksfólks úr héraðinu,“ segir Sigríður Margrét.

Góður vettvangur fyrir hópa

Í Landnámssetrinu er hægt að bjóða upp á alls kyns afþreyingu fyrir fyrirtæki og hópa og staðurinn hentar prýðilega fyrir ráðstefnur, árshátíðir og hópefli. Fundaraðstaða á fallegu pakkhúslofti er fyrir allt að 80 manns en fyrir allt að 30 manns ef þátttakendur sitja við borð. Vinsælt er að fara í ratleiki úti við í nágrenni Landnámssetursins. Ratleikurinn er í snjallsímum og hægt að aðlaga þrautir og spurningar hópnum.

Ítarlegar og fróðlegar upplýsingar um þjónustu og dagskrá Landnámssetursins er að finna á vefsíðunni landnam.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 437-1600 og fyrirspurnir má einnig senda á netfangið landnam@landnam.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum