fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. september 2018 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa landsmenn átt góðar stundir með bókunum úr Rauðu seríunni sem seldar eru í kiljum víðs vegar um landið. Sögurnar eru í senn spennandi, rómantískar og dálítið erótískar. Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir stofnaði útgáfuna árið 1985 og ekkert lát er á starfseminni núna 30 árum síðar.

Ásútgáfan er í takt við tímann og núna eru bækurnar í Rauðu seríunni komnar í rafbækur og hljóðbækur. „Þarna er kominn stór nýr lesenda- og hlustendahópur. Þetta er frábært fyrir þá sem eiga erfitt með að nálgast kiljurnar eða vilja lesa bækur í símanum sínum, iPadinum eða t.d. hlusta á ferðalögum,“ segir Rósa.

Vefsíðan er ein af stærstu rafbókabúðum á Íslandi. Þar er hægt að velja úr 637 titlum og 27 hljóðbókum. Í hverjum mánuði koma inn 6 nýir titlar af rafbókum en hljóðbækurnar koma óreglulega. Nýlega bættist ný hljóðbók við safnið. Rafbækurnar eru mjög góðar fyrir þá sem sjá illa eða eiga erfitt með að lesa bækurnar.

Óhætt er að segja að landsmenn hafa tekið bókunum í þessum nýju formum vel og hefur Rósa átt margar ánægjustundir við að miðla þeim til lesenda:

„Mér fannst mjög skemmtilegt þegar 15 ára drengur hringdi í mig og skráði ömmu sína í áskrift hjá mér að rafbókunum. Hann var að kenna ömmu sinni á iPadinn og hvernig hún gæti lesið rafbækurnar. Ég sendi henni rafbækurnar ópakkaðar í tölvupósti. Fjölskyldan hafði ákveðið að gefa ömmu iPad í jólagjöf því hún hafði alltaf lesið bækurnar mínar en sá ekki lengur til að lesa þær.

Ég er með 10 manns sem ég sendi rafbækurnar þannig, sex titla hverjum, eða óþjappaðar sem Word-skjöl. Þá þurfa þeir bara að opna póstinn og geta lesið beint, þurfa ekki að hala bókunum niður af netinu.

Fyrir nokkrum árum datt mér í hug að bjóða kaupendum að rafbókum að kaupa Ódýra netpakkann eins og hægt er að kaupa í búðum. Hann sló strax í gegn en hann er með 10% afslætti ef keyptir eru allir sex titlarnir saman í pakka á netinu.“

Á Facebook-síðunni Rauða serían getur fólk sent inn skilaboð og þar birtast tilkynningar þegar nýjar raf- eða hljóðbækur koma á netið.

Vefsíða útgáfunnar er asutgafan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café

Ekta marokkóskur matur og stemning á Kasbah Café
Kynning
Fyrir 1 viku

Frábær nýr sumarseðill á Sumac

Frábær nýr sumarseðill á Sumac
Kynning
Fyrir 1 viku

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni

Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Café Adesso: Eitt vinsælasta kaffihús landsins lækkar verðið

Café Adesso: Eitt vinsælasta kaffihús landsins lækkar verðið
Kynning
Fyrir 1 viku

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 2 vikum

Héraðsskólinn að Laugarvatni: Þar sem ástin blómstrar alla daga

Héraðsskólinn að Laugarvatni: Þar sem ástin blómstrar alla daga