fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Sægreifinn Geirsgötu: Humarsúpa og fiskréttir – hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Geirsgötu 8 við Höfnina í Reykjavík hvílir eitt af leyndarmálum miðborgarinnar: Sægreifinn, heimilislegur veitingastaður sem byggir á persónulegri þjónustu og gömlum hefðum.

„Staðurinn var opnaður árið 2003 af Kjartani Halldórssyni og Herði Guðmannssyni og byrjuðu þeir þar með flotta fiskbúð og ætluðu aldrei í veitingarekstur,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir framkvæmdastjóri sem á staðinn ásamt manni sínum Daða Steini Sigurðssyni.

Kjartan og Hörður vildu halda í gamlar hefðir, síðan fóru að koma til þeirra ferðamenn sem höfðu farið í sjóstöng og báðu um að fiskurinn yrði flakaður og eldaður. „Þannig að Kjartan fór og keypti grill, setti út á pall og grillaði fyrir fólkið gegn vægu gjaldi. Síðan fékk Kjartan þau tilmæli að hann mætti þetta ekki, þá færði hann grillið inn og fór að kaupa fisk sjálfur og grilla.

Í framhaldinu var hann spurður hvort hann væri með súpu og hann fór þá að bjóða upp á hana. Síðan vatt þetta upp á sig smátt og smátt. Þegar ég byrjaði hér árið 2005, þá vorum við tvær á vakt, en í dag erum við átta. Þeir félagar, Kjartan og Hörður, voru alveg einstakir og vildu gera allt sjálfir. Sem dæmi má nefna að þeir keyrðu alltaf sjálfir í Vífilfell að sækja gosið, þar til ég byrjaði hér og benti þeim á að hægt væri að panta og fá sent.“

Elísabet og Daði keyptu staðinn árið 2011 af Kjartani, en Hörður hafði þá nokkru áður selt sinn hlut til Kjartans. „Kjartan lést fyrir þremur árum og Hörður í fyrra. Ég lofaði Kjartani á dánarbeðinum að ég myndi ekki breyta neinu, ég hef bætt við, en engu breytt og ég mun standa við það.“

Humarsúpan aðalsmerki Sægreifans

Á Sægreifanum er eins og nafnið gefur til kynna boðið upp á fiskrétti. „Humarsúpan er okkar aðaleinkenni, hún hefur breyst í gegnum tíðina og er í dag bæði glúten- og laktósafrí. Hrefnan er líka vinsæl, en alltaf umdeild. Við erum með grilluð fiskspjót og þau eru líka mjög vinsæl, við erum með sjö tegundir og á hverju spjóti eru um 300 grömm. Einnig er hægt að fá hliðardiska: kartöflur, grænmetisbuff og grillað grænmeti á spjóti. Dessertinn búum við líka til sjálf, þetta er skyrdessert með súkkulaðikexi, hafrakexi og sultu ofan á.

Hvað gamlar hefðir varðar þá bjóðum við upp á hákarl og frá lok september út maí erum við með siginn fisk annan hvern þriðjudag í mánuði með öllu tilheyrandi; selspik, hamsatólg, kartöflur og svo grjónagraut í eftirrétt eða Steingrím eins og gamli kallaði hann. Fyrsta laugardag hvers mánaðar bjóðum við svo upp á skötu og í desember bjóðum við hana í tíu daga fyrir jól.

Mörgum hefðum fer fækkandi þar sem eldri kynslóðir hverfa og þær yngri halda ekki í hefðirnar. Ég hafði til dæmis aldrei smakkað skötu né siginn fisk fyrr en ég byrjaði hér. Ég sé ekki eftir því að hafa smakkað því þetta er lostæti og ættu allir að prófa.

Ég er búin að læra margt síðan ég byrjaði hér vegna þess að hér hefur svo margt eldra fólk setið og spjallað við Kjartan og Hörð. Þau eru uppfull af visku og ótrúlega gaman að hlusta á samræður þeirra,“ segir Elísabet Jean.

Sægreifinn leitast við að halda verðinu niðri og við allra hæfi og meðal annars má fá þriggja rétta matseðil á 4.330 krónur.

Heimilislegt andrúmsloft þar sem ekkert er í stíl

Staðurinn er á tveimur hæðum, efri hæðinni var bætt við árið 2005, upphaflega var lokað á milli salanna tveggja á neðri hæðinni og gengið upp á efri hæðina hinum megin við húsið. Nú er allt opið á milli, efri hæðin tekur 25 manns í sæti og neðri hæðin álíka marga. Þegar stærri hópur kemur þá getur hann setið sér á efri hæðinni og einstaklingar á þeirri neðri (eða öfugt). Einnig eru sæti úti beggja vegna hússins.

Staðurinn sjálfur er einstakur, eins og eigendur hans. Þar ríkir góð stemning og hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem úir og grúir af af alls konar innanstokksmunum, sem minna á fiskinn, sjóinn og nálægðina við hann. „Kjartan fór oft í Hjálpræðisherinn og kom til baka með alls konar dót, einnig höfum við fengið gjafir frá viðskiptavinum og vinum, ég hef líka komið hingað með dót sem amma mín og afi áttu. Hér er ekkert í stíl, en heimilislegt.“

Á staðnum er barnaherbergi, þar sem hvorki er sjónvarp né önnur raftæki og ekki er hægt að komast í wifi á Sægreifanum. Elísabet segir nokkra reka upp stór augu, en almennt séu gestir mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og tala bara saman um leið og þeir njóta veitinganna.

„Við erum með dásamlegt starfsfólk, hér er sterkur og stór kjarni sem hefur starfað hér í mörg ár.“

Sægreifinn er opinn alla daga frá kl. 11.30–22.
Hann er að Geirsgötu 8, 101 Reykjavík, síminn er 553-1500 og netfangið er saebaron8@gmail.com.

Heimasíða Sægreifans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Kynning
Fyrir 4 dögum

Vörn öryggiskerfi – Leiðandi í öryggismálum

Vörn öryggiskerfi – Leiðandi í öryggismálum
Kynning
Fyrir 4 dögum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum

Ryno Power: Gæðavörur sem henta öllum
Kynning
Fyrir 6 dögum

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn

Veggfóður: Falleg og oft vanmetin lausn
Kynning
Fyrir 6 dögum

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara

Siggaferðir: Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara
Kynning
Fyrir 1 viku

Stóllinn Skata

Stóllinn Skata
Kynning
Fyrir 1 viku

Fela reglulega trúlofunarhringa á botni kampavínsglasa

Fela reglulega trúlofunarhringa á botni kampavínsglasa
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ótrúleg sjónvarpsupplifun með OLED: Nú á 30% afslætti í Heimilistækjum

Ótrúleg sjónvarpsupplifun með OLED: Nú á 30% afslætti í Heimilistækjum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Risa sumarútsala í Byggt og Búið

Risa sumarútsala í Byggt og Búið