fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Iðandi mannlíf og fjölbreytni í Kolaportinu: Bolabankinn og Gleraugnabankinn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með alls 300 gerðir af bolum og ber þar mest á hljómsveitarbolum og kvikmyndabolum,“ segir Hrafn Varmdal sem rekur Bolabankann í Kolaportinu. Úrvalið er sláandi en Hrafn segir að viðskiptavinahópurinn sé mjög breiður enda liðin tíð að aðeins unglingar gangi um í hljómsveitarbolum. Ljóst er að margir geta fundið bol með mynd af uppáhaldshljómsveitinni sinni í Bolabankanum og svo er líka mjög gaman að bara skoða allt úrvalið.

„Unglingar, harðfullorðið fólk og erlendir ferðamenn, það er bara öll flóran sem verslar hérna,“ segir Hrafn. Dökkir bolir með þekktum rokkhljómsveitum eru mest áberandi og segir Hrafn að rokkið sé fyrirferðarmeira en létt popp í hljómsveitarúrvalinu.

Gleraugu í öllum styrkleikum á aðeins 1.200

Bolirnir í Bolabankanum eru margir en gleraugun í Gleraugnabankanum, sem Hrafn rekur líka, virðast óteljandi. Hann býður upp á gleraugu sem henta öllum tilfellum af nærsýni og fjærsýni. „Við erum líka með mínus-gleraugu sem er sjaldgæft nema í sérstökum gleraugnaverslunum. Við erum líka með alla styrkleikakvarða með 0,25 millibili,“ segir Hrafn.

Hafi fólk látið mæla í sér sjónina getur það keypt samsvarandi gleraugu í Gleraugnabankanum, nema fólk sé með sjónskekkju eða önnur sérstök vandamál. Aðeins eitt verð fyrir öll gleraugu: 1.200 krónur.

Hrafn segir að gaman sé að starfa í Kolaportinu því mannlífið þar er mjög fjölbreytt. „Mér virðist tilhneigingin samt alltaf vera sú að erlendu ferðamennirnir eru hér frá kl. 11 til 13 og svo þegar líða tekur á daginn koma Íslendingarnir,“ segir Hrafn.

Kolaportið, Tryggvagötu 19, er opið laugardaga og sunnudaga í sumar frá kl. 11 til 17. Sjá nánar á vefsíðunni kolaportid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum