fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Beljandi brugghús: „Eftirspurnin hefur verið vonum framar“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þjóðhátíðardaginn árið 2017 opnuðu Elís Pétur og Daði brugghúsið Beljanda á Breiðdalsvík. Í brugghúsinu fer fram hágæða bjórframleiðsla ásamt því að státa af einum skemmtilegasta bar landsins þar sem heimamenn og gestir geta smakkað framleiðsluna í þægilegu umhverfi.

„Elís og Daði, sem báðir ólust upp á Breiðdalsvík, fengu hugmyndina að brugghúsinu hvor í sínu lagi. Félagarnir hittust í Breiðdalnum sumarið 2015 og eftir stuttar umræður var slegið til og ráðist í framkvæmdir við gamla sláturhúsið á staðnum. Beljandi Brugghús var síðan opnað þann 17. júní í fyrra með feikna miklu partíi,“ segir Elís Pétur. Brugghúsið hefur því slitið barnsskónum og eftirspurn hefur verið meiri en eigendurnir bjuggust við.

Beljandi sérhæfir sig í framleiðslu á bjór á kútum og er bjórinn í boði á flestum börum Austurlands ásamt völdum stöðum í Reykjavík.

„Við erum með fjórar tegundir núna, en höfum bruggað nokkra fleiri. Á ársafmælinu kom LLK, sem er léttur ljúfur og kátur sumarbjór með limebragði. Beljandi er léttur pale ale, auðdrekkanlegur og skemmtilegur, Spaði er IPA sem er mjög vinsæll og útlendingar elska hann og svo er Skuggi, sem er porter bjór. Við erum stöðugt að þróa uppskriftir en fyrst og fremst er að hafa gaman af þessu og skapa skemmtilega stemningu á Breiðdalsvík.“

Boðið er upp á bjórkynningar þar sem fræðst er um brugghúsið og afurðir smakkaðar. „Stærri hópar panta með fyrirvara, en aðrir bara koma inn,“ segir Elís Pétur. Á staðnum er einnig pool-borð og í boði að koma inn með veitingar frá Kaupfjelaginu á Breiðdalsvík sem er í næsta húsi.

Beljandi er að Sólvöllum 23a, Breiðdalsvík. Síminn er 860-9905 og netfangið er beljandibrugghus@gmail.com

Opnunartími er kl. 11 til miðnættis alla daga og stundum lengur um helgar.

Beljandi er á Facebook: Beljandi Brugghús.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum