fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Færra fólk þarf fjárhagsaðstoð í Reykjavík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks, til einhvers ákveðins þáttar eða til framfærslu. Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leituðu eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Unnið hefur verið í að mæta þörfum þeirra sem þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð til framfærslu með það að markmiði að stuðla að því að styrkja og efla einstaklinga til að komast í virkni og viðhalda færni til þátttöku á vinnumarkað.

Frá árinu 2014 byrjuðum við í Reykjavík að sjá hægfara fækkun einstaklinga á fjárhagsaðstoð en hraðari þróun varð árið 2015. Á tímabilinu janúar til nóvember á síðasta ári fækkaði fólki sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu um 11% ef miðað er við sama tímabil árið 2014, eða um 340 einstaklinga. Reykjavíkurborg ráðstafaði um 150 milljónum minna í fjárhagsaðstoð á síðasta ári en gert var ráð fyrir og gerir ráð fyrir að ná enn meiri árangri í ár eða lækkun um 200 milljónir. Mikilvægt er að hafa í huga að árið 2011 var tímabil atvinnuleysisbóta stytt úr 5 árum í 2,5 ár í dag. Þetta hefur leitt til þess að fleiri einstaklingar en áður verða að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins til framfærslu og líklegt er margir í þeim hópi hafi einnig fullnýtt rétt sinn úr sjúkrasjóðum. Þetta hefur að mati sérfræðinga velferðarsviðs leitt til þess að hluti hópsins er í mun meiri þörf fyrir sértækan stuðning sökum margþættari og langvarandi vanda.

Árangurinn sem hefur náðst má að hluta til rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu en ekki síður til markvissrar vinnu Velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð af einhverju tagi en kannski sérstaklega þá sem þurfa fjárhagsaðstoð sér til framfærslu þar sem engar aðrar tekjur eða eignir eru til staðar. Hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þiggja fjárhagsaðstoð og því þarf að vinna með hverjum og einum í að finna hans styrkleika og horfa á þá frekar en veikleikana og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu. Umsóknir eru flokkaðar í ákveðna flokka, þeir sem eru atvinnufærir fá þjónustu hjá Vinnumálastofnun en fyrir aðra eru ýmis úrræði og þjónusta sem þróuð eru út frá hópum í svipuðum aðstæðum eða aldri.

Ungt fólk þarf tækifæri

Unnið hefur verið markvisst í því árum saman að valdefla ungt fólk sem sækir fjárhagsaðstoð sér til framfærslu með það að markmiði að hjálpa þeim sem fyrst til virkni, náms eða vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að það er mikilvægt að grípa hratt inn í því ef ungt fólk fær fjárhagsaðstoð til lengri tíma er ólíklegra að það nái fótfestu á vinnumarkaði í framtíðinni og getur þannig fest í fátækt. Þegar talað er um fjölda ungs fólks á fjárhagsaðstoð er mikilvægt að hafa í huga að hluti þess er að klára ólánshæft nám og þarf til þess stuðning. Það er gleðilegt að sama ár var hlutfall notenda yngri en 25 ára 26% og hefur þessi hópur ekki verið hlutfallslega minni það sem af er þessari öld. Virkniráðgjafar vinna með einstaklingum og leiðbeina en fjölmargar leiðir eru til staðar.
Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð sveitarfélags til framfærslu virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig sem annars flokks þegna samfélagsins, rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur unnið út frá bestu upplýsingum hverju sinni við þróun sérúrræða til að mæta þörfum ákveðinna hópa og farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við aðra. Mikilvægt er að áfram verði unnið markvisst að þessu verkefni með umhyggju og kærleik í huga til þeirra borgara sem þurfa hjálp og stuðning.

Við í Reykjavík munum vanda okkur við þetta verkefni áfram og stefnum á að ná því markmiði að fækka enn frekar einstaklingum á fjárhagsaðstoð með því að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.

*Lengri útgáfa af þessari grein mun birtast á vefnum dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

„Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“

„Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“
Matur
Fyrir 2 klukkutímum

Auglýsingar Pítunnar vekja umtal: „Loksins einhver sem þorir að gera eitthvað fyndið“

Auglýsingar Pítunnar vekja umtal: „Loksins einhver sem þorir að gera eitthvað fyndið“
433
Fyrir 3 klukkutímum

De Gea býr ekki með eiginkonunni: ,,Ég kem og fer og hann er ennþá þarna“

De Gea býr ekki með eiginkonunni: ,,Ég kem og fer og hann er ennþá þarna“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hatrammar nágrannaerjur: „Hann reyndi að drepa mig“

Hatrammar nágrannaerjur: „Hann reyndi að drepa mig“
Bleikt
Fyrir 3 klukkutímum

Tíu leyndarmál þeirra sem hafa fundið hamingjuna

Tíu leyndarmál þeirra sem hafa fundið hamingjuna
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ögmundur fékk fréttir um andlát afa síns: Yfirmaðurinn ósáttur – ,,Eins og hann væri að kenna mér um þetta“

Ögmundur fékk fréttir um andlát afa síns: Yfirmaðurinn ósáttur – ,,Eins og hann væri að kenna mér um þetta“
433
Fyrir 16 klukkutímum

Dramatík í lokaumferð Frakklands: Rúnar og félagar ekki fallnir

Dramatík í lokaumferð Frakklands: Rúnar og félagar ekki fallnir
433
Fyrir 16 klukkutímum

Wenger mætir til að sjá Tottenham en ekki Arsenal

Wenger mætir til að sjá Tottenham en ekki Arsenal