fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Barnfóstra brennd

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. mars 2018 20:00

Sophie Lionnet Átti ekki sjö dagana sæla hjá vinnuveitendum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir standa yfir í Old Bailey í London réttarhöld yfir frönsku sambýlisfólki búsettu þar í borg. Forsaga málsins er sú að brunnar líkamsleifar franskrar barnfóstru, Sophie Lionnet, 21 árs, fundust í garði við hús í Southfields í suðurhluta borgarinnar 20. september í fyrra. Líkskoðun leiddi í ljós að Sophie hafði sætt barsmíðum fyrir dauða sinn.

Haft var eftir sækjanda í málinu, Richard Horwell, að Sophie hefði verið „föst í gildru heimilismartraðar.“

Brákað bringubein og fleira

Vinnuveitendur Sophie voru Sabrina Kouider, 34 ára, og Ouissem Medouni, 40 ára. Þau hafa viðurkennt að hafa reynt að losa sig við líkið af Sophie, en þræta fyrir að hafa orðið henni að fjörtjóni.

Horwell upplýsti kviðdómara um að lík Sophie bæri ummerki „verulegs ofbeldis“ þar á meðal mætti nefna „brákað bringubein, fjögur brákuð rif og  brákaðan kjálka.“

Enn fremur gerði Horwell heyrinkunnugt að tilvera Sophie á heimili vinnuveitenda sinna hefði einkennst af „undarlegheitum og kúgun.“

Stjórnað með svartagaldri

Að sögn Horwells var Sabrina Kouider með Mark Walton á heilanum, en þau ku hafa verið kærustupar um skeið og eignuðust son saman. Umræddur Mark var einn af stofnendum strákabandsins Boyzone, sem naut vinsælda um skeið.

Sabrine Kouider
Sögð hafa grunað barnfóstru sína um samsæri.

Sabrina sakaði Sophie, sem hóf störf hjá henni og Quissem rétt orðin tvítug, um að vera „í liði“ með Mark og sagði hún að Mark Walton stjórnaði henni með „svartagaldri.“

„Sophie var ekki aðeins ung, hún var einnig, teljum við, bernsk og einstaklega berskjölduð og fyrir vikið auðvelt skotmark svívirðinga og misnotkunar,“ sagði Horwell.

Mark Walton
Kann eitthvað fyrir sér í svartagaldri að mati barnsmóður sinnar.

Grunuð um græsku

Í ljósi þess sem sagt hefur verið það sem af er réttarhöldum þá grunaði Sabrina barnfóstru sína um takmarkalausa græsku. Sabrina hafði, að sögn, sakað Sophie um að „beita alla fjölskylduna kynferðislegu ofbeldi.“

Sophie mun hafa kvartað yfir því að hún fengi ekki að snúa heim til Frakklands og að „hún sætti barsmíðum.“

Bálköstur í bakgarði Sabrinu og Quissem vakti athygli nágranna sem höfðu samband við lögreglu.

Skinhoruð og skelfd

Richard Horwell sagði að skötuhjúin hefðu vonast til að eyða líkamsleifum Sophie gjörsamlega og síðan útskýra fjarveru hennar á þann veg að Sophie hefði farið til Frakklands vegna gruns um einhvers konar handvömm af hennar hálfu.

Þegar upp komst um morðið og áform Sabrinu og sambýlismanns hennar fundust „skelfileg“ myndskeið í símum þeirra. Um var að ræða yfir átta klukkustunda upptökur þar sem heyra mátti Sophiu yfirheyrða af parinu.

Upptökurnar sýndu, að sögn Horwells, „unga, skinhoraða, skelfda og hjálparvana konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 10 mínútum
Barnfóstra brennd

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi