fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Herör Freymóðs gegn klámi: „Eiga kannski að vera samfarir í skólastofunum?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freymóður Jóhannsson var listmálari og tónskáld sem notaði gjarnan listamannsnafnið Tólfti september. Árið 1970 vakti hann töluverða athygli fyrir staðfasta baráttu sína gegn sýningum kvikmynda sem hann taldi vera klámefni, en þá var hann kominn á áttræðisaldur.

Kærði Hafnarbíó

Vixen!, brjóstamynd úr safni Russ Meyer, frá árinu 1968 var sýnd í Hafnarbíói tveimur árum síðar við litla hrifningu Freymóðs. Svo litla reyndar að hann kærði sýningarnar til ríkissaksóknara. Krafðist hann þess að sýningarnar yrðu stöðvaðar „í nafni siðmenningarinnar og íslenzkra laga.“

Eins og aðrir víðsýnismenn dæmdi Freymóður kvikmyndina ekki út frá kápunni einni heldur fór hann sjálfur í bíó. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann myndina hafa haft viðbjóðsleg áhrif á sig og að Alþingi yrði að grípa í taumana. Kærunni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að kynfæri væru ekki sett fram á áberandi hátt í Vixen! Hafði Freymóður þó fengið fregnir af því að önnur kvikmynd, Ur kärlekens språk, yrði sýnd í þessu sama bíóhúsi og þar yrði enginn skortur á kynfærasýningum.

Pallborðsumræður um klám

Ur kärlekens språk, eða Táknmál ástarinnar, sem var talin hispurslaus fræðslumynd um kynlíf, fór sigurgöngu um heiminn en sýningar á henni mættu þó víða andstöðu. Til dæmis í London þar sem 30 þúsund manns mótmæltu henni á Trafalgartorgi, þar á meðal tónlistarmaðurinn Cliff Richard.

Freymóður var einn þeirra sem mótmæltu sýningum myndarinnar hér á landi hvað ákafast og sat í pallborði á borgarafundi þar sem myndin var rædd. Freymóður sagði þar að ekki væri hægt að ræða myndina á prúðmannlegan hátt. Minntist hann þess að hafa komið inn í baðhús í Pompei á Ítalíu sem var prýtt með smámyndum af samförum manna og dýra. „Þessar myndir voru gerðar á hnignunartíma Rómarveldis og sýndu hvernig var komið fyrir siðmenningunni.“ Sagði hann menningu Dana og Svía komið á þetta stig vegna klámvæðingarinnar.

Fólkið í pallborðinu hafði miklar áhyggjur af því að börn kynnu að sjá myndina og Freymóður taldi að börn undir 17 ára aldri hefðu ekkert með kynferðisfræðslu að gera yfirhöfuð, hvorki í kvikmyndahúsum né skólum. „Eiga kannski að vera samfarir í skólastofunum? Vilja þeir sem hér eru viðstaddir, rétta upp hendi, sem eru fúsir til slíks.“ Myndin var kærð líkt og Vixen! en kærunni vísað frá. Eftir þetta fékk Freymóður viðurnefnið Óðinn hinn meyfróði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ásthildur hjólar í Umboðsmann skuldara og formann Neytendasamtakanna

Ásthildur hjólar í Umboðsmann skuldara og formann Neytendasamtakanna
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Afar fámennt á pöllunum í mikilvægum landsleik strákana okkar

Afar fámennt á pöllunum í mikilvægum landsleik strákana okkar
Matur
Fyrir 3 klukkutímum

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“
433
Fyrir 3 klukkutímum

Alfreð mun ekki spila allan leikinn gegn Andorra

Alfreð mun ekki spila allan leikinn gegn Andorra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þórarinn hefur beðist afsökunar og iðrast að mati Harðar: ,,Keppnisskap getur leikið menn grátt“

Þórarinn hefur beðist afsökunar og iðrast að mati Harðar: ,,Keppnisskap getur leikið menn grátt“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

Stúlka fædd eftir erfiða meðgöngu

Stúlka fædd eftir erfiða meðgöngu
Matur
Fyrir 6 klukkutímum

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð