fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023

Járnmaðurinn frá Dartmoor

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingurinn William Burkitt fæddist árið 1887 í Hull á Englandi. Móðir hans hét Mary Ann og faðir hans William. William, yngri vel að merkja, var unglingur að aldri þegar faðir hans lést og hafið heillaði unga manninn. Hann gerðist sjómaður og ól manninn á hinum ýmsu togurum í Hull þess tíma. Ekkert gaf ástæðu til að ætla að William sveigði af braut vinnusemi og heiðarleika.

William Burkitt
Hafið heillaði William, en sjómennskan varð endaslepp.

Fyrri heimsstyrjöldin skall á og William gekk í herinn. Honum varð fljótlega ljóst að ljómi hermennskunnar reyndist byggður á ranghugmyndum og William sveikst undan merkjum og gerðist liðhlaupi. Hann var síðar ákærður vegna þess, en það er önnur saga.

Heima í Hull á ný

Árið 1915 var William kominn á heimaslóðir og búinn að munstra sig á togara. Hann átti í sambandi við 32 ára, fráskilda konu, Mary Jane „Polly“ Tyler. Sagt er að mýsnar leiki sér þegar kötturinn er ekki heima og varla var búið að leysa landfestar þegar Mary Jane kastaði sér í fangið á manni að nafni Harding.

Hvort William var Mary Jane trúr skal ekki fullyrt, en vitað er að þann 28. ágúst, 1915, rifust þau heiftarlega á heimili sínu við Westbourne-stræti. Rifrildið snerist um ljósmynd sem sýndi William með handlegginn um mitti annarrar konu.

Rifist vegna ljósmyndar

Óhætt er að segja að rifrildið hafi undið upp á sig því William greip hníf og stakk Mary Jane til ólífis. Segir sagan að þegar William yfirgaf heimilið hafi hann gengið beint í flasið á tveimur börnum Mary Jane, sem voru að koma úr kvikmyndahúsi. „Hérna er húslykillinn,“ sagði hann þegar hann rétti þeim húslykilinn. William bætti svo við: „Farið með fyrsta lögregluþjóninn sem þið sjáið heim til ykkar, þar er móðir ykkar dáin.“

Nú, 23. nóvember, sama ár, hófust réttarhöld yfir William Burkitt. Hann var sakfelldur, fyrir manndráp en ekki morð, og fékk tólf ára dóm.

Önnur kona, annað dráp

Víkur nú sögunni fram til ársins 1924. Þann 23. nóvember var William sleppt úr fangelsi og fljótlega flutti hann inn til 44 ára, giftrar konu, Ellen Spencer. Ellen og eiginmaður hennar voru reyndar skilin að skiptum, svo því sé haldið til haga.

Nánast sléttu ári síðar, 3. nóvember 1925, ákvað dóttir Ellen að heimsækja hana. Hún hringdi dyrabjöllunni og barði allt að utan, en allt kom fyrir ekki; enginn kom til dyra.

Dóttirin fékk nágranna til að brjóta upp dyrnar og þau fundu Ellen dána. Hafði hún verið stungin í hálsinn.

Mislukkuð sjálfsvígstilraun

Á efri hæðinni fannst William, sofandi eða meðvitundarlítill. Talið var að hann hefði skrúfað frá gasinu í tilraun til að svipta sig lífi.

Dartmoor-fangelsið
Heimili Williams í tíu ár.

Þann 20. nóvember, 1925, stóð William frammi fyrir dómara, ákærður fyrir morð. William kom með þá skýringu að Ellen hefði vakið hann óvænt og honum hefði brugðið svo að hann sló til hennar. Af hverju William svaf, að því er virðist, með hníf fylgdi ekki sögunni.

Aftur var William sakfelldur fyrir manndráp, en ekki morð, og dæmdur til tíu ára fangelsisvistar sem hann afplánaði í Dartmoor-fangelsinu.

600 aspiríntöflur

William fékk frelsið á ný þann 15. ágúst árið 1935. Þess var skammt að bíða að hann fyndi sér sambýliskonu. Sú hét Emma Brookes og lék allt í lyndi hjá þeim fyrst um sinn.

Árið 1939, 27. febrúar, bankaði William upp á hjá systur sinni. Froðan vall út um munninn á honum og upplýsti hann systur sína um að hann hefði tekið 600 aspiríntöflur eftir að hafa kyrkt Emmu.

Aspiríntöflurnar virtust ekki ætla að hafa tilætluð áhrif og greip William því til þess ráðs að fleygja sér í Hull-ána.

Járnmaðurinn frá Dartmoor

Skjótráðir vegfarendur náðu að bjarga William og tveimur mánuðum síðar var hann kominn á kunnuglegar slóðir; frammi fyrir dómara, í Leeds í þetta skiptið.

Það var enga miskunn að finna hjá Magnúsi í þetta sinn, enda þekkti dómarinn vel til forsögu Williams. Í maí árið 1939 fékk William lífstíðardóm.

Að sögn var William til fyrirmyndar og ágætlega liðinn af samföngum sínum. Hann fékk hin ýmsu viðurnefni, til dæmis Konungur raðmorðingjaklúbbsins og Járnmaðurinn frá Dartmoor.

Engin sjáanleg iðrun

Ekki var að sjá að William iðraðist gjörða sinna og lét hann flúra á sig myndir af legsteinum með dagsetningum hvers morðs.

Gamla sjúkrahúsið í Hull
Síðasti dvalarstaður Williams Burkitt.

Í maí árið 1954 var William sleppt úr fangelsi og skömmu síðar var hann lagður inn á sjúkrahúsið í Hull og lauk þar vegferð sinni um lífið á jóladagskvöld árið 1956.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu saman­burðinn á helstu töl­fræði­þáttum hjá skot­mörkum Arsenal – Margt sem kemur á ó­vart

Sjáðu saman­burðinn á helstu töl­fræði­þáttum hjá skot­mörkum Arsenal – Margt sem kemur á ó­vart
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann Berg framlengir dvöl sína hjá Burnley – „Frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína“

Jóhann Berg framlengir dvöl sína hjá Burnley – „Frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arsenal búið að ná samkomulagi um kaup á Jorginho – Samningur til ársins 2024

Arsenal búið að ná samkomulagi um kaup á Jorginho – Samningur til ársins 2024
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu listann: Yrðu dýrustu kaup liðs á Bretlandi ef félagsskiptin ganga í gegn í dag

Sjáðu listann: Yrðu dýrustu kaup liðs á Bretlandi ef félagsskiptin ganga í gegn í dag
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki
433
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal íhugar lokatilboð í Caicedo

Arsenal íhugar lokatilboð í Caicedo
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Engu nær eftir fundarhöld næturinnar – ,,Spennuþrungin nótt“

Engu nær eftir fundarhöld næturinnar – ,,Spennuþrungin nótt“