fbpx
Föstudagur 08.desember 2023

Gleymdur og grafinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. mars 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn góðan veðurdag í ágúst 2005 var Stephen Slevin, 46 ára Bandaríkjamaður, á ferð um suðurhluta Nýju-Mexíkó. Þar sem hann ók eftir þjóðvegi í dreifbýli þar um slóðir, án efa hugsandi um allt og ekkert, var för hans stöðvuð af vegalögreglu fyrir, að sögn, óreglulegan akstursmáta.

Hann var handtekinn fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og einnig sakaður um eitthvert smávægilegt aksturstengt. Hann var handjárnaður og síðan settur í einangrun og síðan gleymdist hann – í tvö ár – hann var aldrei ákærður, sá aldrei dómara eða kviðdóm enda fór mál hans aldrei fyrir dóm.

Sá aldrei bláan himin

Stephen losnaði úr prísundinni árið 2007 og sennilega mun aldrei verða skýrt til fullnustu hvers vegna hann hafði verið látinn dúsa  í 22 mánuði, að stórum hluta í einangrun, í fangelsi Dona Ana-sýslu. Hann var aldrei dæmdur fyrir eitt eða neitt, mánuðirnir liðu án þess að hann fengi að fara í bað, eða nyti einföldustu hreinlætisaðstöðu. Stephen komst aldrei undir bert loft eða naut samvista við annað fólk þessi tvö ár.

Eins og villimaður

Neglur Stephens uxu óhirtar og tóku með tíð og tíma að sveigjast og beygjast. Honum var neitað um lyf og þjónustu tannlæknis og rakara. Hann neyddist til að juða skemmdum tönnum fram og til baka til að losna við þær og þegar upp var staðið leit hann út eins og versti ódámur; hárið sítt og skeggið villt að sjá og fyrir vikið kaus starfsfólk fangelsisins að sniðganga hann eins og frekast var kostur.

Fullkomið afskiptaleysi

Þegar Stephen losnaði úr prísundinni var hann vannærður, með legusár og sveppasýkingar. Að auki hafði þessi raun aukið á þau geðrænu vandamál sem hann hafði glímt við fyrir.

„Verðirnir gengu fram hjá klefa mínu daglega og sáu hvernig mér hrakaði. Dag eftir dag aðhöfðust þeir ekkert, alls ekkert, til að hjálpa mér,“ sagði Stephen síðar.

Honum var neitað um lyf við þunglyndi sínu og tapaði þriðjungi þyngdar sinnar á þessu tveggja ára tímabili.

Hreyfing kemst á málið

Í ljós kom að Stephen var upphaflega settur í einangrun því einhver hafði hakað í box sem gaf til kynna að hann kynni að fremja sjálfsvíg. Það var ekki fyrr en systir hans fór að undrast um afdrif Stephens sem hreyfing komst á málið. Hún hélt að honum hefði verið sleppt fljótlega, en síðan, eftir að hafa ekki heyrt í honum í langan tíma, hafði hún samband við mannréttindasamtök. Samtökin settu Matthew Coyte í málið og í júní árið 2007 stóð Stephen loksins fyrir framan dómara. Stephen var umsvifalaust komið í hendur heilbrigðiskerfisins, enda deginum ljósara að hann var engan veginn fær um að koma að vörn sinni.

Boðnar smánarbætur

Ekki varð um nokkra vörn að ræða, enda snerist málið ekki um eitthvert afbrot af hálfu Stephens. Dona Ana-sýsla bauð Stephen tvær milljónir dala fyrir að láta málið kyrrt liggja, en Stephen vildi að fólk fengi að heyra af þessari illu meðferð sem hann hafði sætt.

Í janúar 2011 fékk kviðdómur alríkisdómstóls í Albuquerque að heyra af raunum Stephens og fór þá um margan manninn. Á skjá sá kviðdómur tvær myndir af Stephen; önnur var tekin áður en honum var fleygt í einangrun og hin var af Stephen eftir tveggja ára dvöl í „holunni“.

Snerist ekki um peninga

Niðurstaða kviðdóms var að Dona Ana-sýsla skyldi greiða Stephen Slevin 22 milljónir dala í bætur, um það bil eina milljón fyrir hvern mánuð sem hann hafði verið í haldi. Enginn fangi í sögu Bandaríkjanna hefur fengið jafnháar bætur vegna brota gegn borgaralegum réttindum viðkomandi.

Stephen sagði að málið hefði aldrei snúist um peninga heldur væri um að ræða yfirlýsingu um hvað honum hefði verið gert og að hann vildi láta umheiminn vita af því. „Það er fjöldi annarra sem þjáist vegna svipaðra örlaga í fangelsum víða í Bandaríkjunum. Af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu, um það hef ég ekki hugmynd,“ sagði Stephen Slevin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Veðurfréttakona svaraði ljótum skilaboðum í beinni

Veðurfréttakona svaraði ljótum skilaboðum í beinni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigmundur Davíð leggur til bætur fyrir fólk á biðlistum

Sigmundur Davíð leggur til bætur fyrir fólk á biðlistum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sérfræðingarnir sammála um að United eigi að henda þessum átta leikmönnum í ruslið

Sérfræðingarnir sammála um að United eigi að henda þessum átta leikmönnum í ruslið