fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024

Kicevo-skrímslið: „Við lásum frásagnir hans og fylltumst grunsemdum. Hann vissi of mikið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. desember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Makedónska glæpafréttaritaranum Vlado Taneski fannst kannski helst til mikil ládeyða í glæpaheimi lands síns. Eftir um tuttugu ára feril sem slíkur ákvað hann að taka hliðarspor frá fréttamennsku og ekki aðeins fjalla um glæpi heldur fremja þá fyrst. Þess konar „fréttamennsku“ stundaði Vlado um þriggja ára skeið; frá 2005 til 2008.

Vlado var handtekinn 22. júní, 2008, eftir að hafa fjallað um morð og í fréttum hans komu fram smáatriði sem einungis lögregla hafði vitneskju um, atriði sem ekki höfðu verið gerð opinber og aðeins morðingi kynni að þekkja til.

Fátækar ræstingakonur

Sjónir lögreglu beindust fyrst að Vlado eftir skrif hans um morð á þremur konum í Kicevo í Makedóníu. Fyrsta fórnarlambið, Mitra Simjanoska, 64 ára, fannst látin árið 2005, Ljubica Licoska, 56 ára, var myrt í febrúar árið 2007 og Zivana Temelkoska, 65 ára, var myrt í maí árið 2008.

Beggja vegna borðs
Vlado Taneski lét sér ekki nægja að fjalla um glæpi.

Reyndar hafði lögreglan Vlado einnig grunaðan um að vera bendlaður við hvarf 78 ára konu, Glorica Pavleska, árið 2003.

Slæm samskipti sonar og móður

Þessar fjórar konur áttu það sameiginlegt að hafa verið fátækar, ómenntaðar og séð sér farborða með þrifum hér og hvar. Merkilegt nokk þá átti sú lýsing einnig við móður Vlados, sem allar konurnar höfðu reyndar þekkt.

Vitað var að samband Vlados og móður hans hafði ekki verið dans á rósum og litað ósætti og spennu. Faðir Vlados var ekki lengur til staðar, hann hafði svipt sig lífi árið 1990.

Hann vissi of mikið

Lífsýni úr Vlado var borið saman við lífsýni úr sæði sem fannst á líkum kvennanna þriggja og óyggjandi samsvörun fékkst, en líkin höfðu fundist klæðlaus, vafin með símaleiðslum í nælonpokum á mismunandi stöðum í Kicevo.

Í dagblaðið New Macedonia hafði Vlado skrifað að Ljubica Licosca hefði verið rænt eftir að tveir menn nörruðu hana inn í bifreið þeirra með frásögn um að sonur hennar hefði slasast illa.

Í grein í öðru dagblaði álasaði Vlado lögreglunni fyrir að hafa bendlað tvo karlmenn við dauða einnar konunnar, sagði hann að umræddir menn hefðu verið í fangelsi þegar hún var myrt.

Rannsóknarlögreglumaður að nafni Kotevski sagði: „Við lásum frásagnir hans og fylltumst grunsemdum. Hann vissi of mikið.“

Indæll og normal

Kollega Vlados á New Macedonia, Ognen Cancarevik, sem hafði unnið með honum að umræddum greinum, sagði að hann og allir vinnufélagar Vlados væru í áfalli. Vlado var talinn indælis náungi og virtist vera normal í alla staði.

Á haugunum
Lík eins fórnarlambanna kemur í leitirnar.

„Þegar lögreglan hringdi í mig og sagði: „Fréttamaður ykkar er morðinginn“ trúði ég vart því sem ég heyrði,“ sagði Ognen og bætti við: „Hann var svo rólegur þegar hann ræddi þessi morð. Allar konurnar bjuggu aðeins steinsnar frá heimili hans.“

Snöggur endir

Sem fyrr segir hugðist lögregla leggja nokkrar spurningar fyrir Vlado um Glorica Pavleska sem horfið hafði árið 2003. Til þess kom þó ekki því þann 23. júní, 2008, daginn eftir að hann var handtekinn, framdi Vlado sjálfsvíg í klefa sínum. Það gerði hann með því að halda höfði sínu niðri í fötu fullri með vatni. Örlög Glorica eru því enn á huldu.

Í einni frétt sinni skrifaði Vlado: „Ástæður skrímslisins í Kicevo eru enn á huldu. Báðar konurnar bjuggu í sama bæjarhluta og voru vinir. Lögreglan hefur ekki haft marga til að yfirheyra. Síðasta líkið fannst á ruslahaug. Það var vafið með símasnúru sem greinilegt var að hafði verið notuð til að kyrkja konuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Auður kemur Höllu til varna – „Fyndið að sjá fólk býsnast yfir að forsetinn hafi ekki talað dönsku í Köben“

Auður kemur Höllu til varna – „Fyndið að sjá fólk býsnast yfir að forsetinn hafi ekki talað dönsku í Köben“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Klopp sendir frá sér myndband – Ítrekar að hann sé ekki að svíkja loforðið sem hann gaf Liverpool

Klopp sendir frá sér myndband – Ítrekar að hann sé ekki að svíkja loforðið sem hann gaf Liverpool
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Bæði rekin úr starfi: Sökuð um að hafa sofið saman og tekið það allt upp – 37 ára aldursmunur

Bæði rekin úr starfi: Sökuð um að hafa sofið saman og tekið það allt upp – 37 ára aldursmunur
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hvernig er 5. stigs fellibylur? Ógnvekjandi skýringarmyndband varpar ljósi á það

Hvernig er 5. stigs fellibylur? Ógnvekjandi skýringarmyndband varpar ljósi á það
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrirtækið sem borgar launin gæti farið á hausinn – Skoða að rifta samningi Depay eftir einn mánuð

Fyrirtækið sem borgar launin gæti farið á hausinn – Skoða að rifta samningi Depay eftir einn mánuð
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Skiptar skoðanir um dönskukunnáttu Höllu: „Þetta er til skammar“ – „Og hverjum er ekki skítsama?“

Skiptar skoðanir um dönskukunnáttu Höllu: „Þetta er til skammar“ – „Og hverjum er ekki skítsama?“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Húsið þar sem Ronaldo og fjölskyldu bjuggu er til sölu – Kostar aðeins tæpar 900 milljónir

Húsið þar sem Ronaldo og fjölskyldu bjuggu er til sölu – Kostar aðeins tæpar 900 milljónir