fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020

Hesturinn gerði það – eða hvað? Höfuðáverkar ollu heilabrotum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. janúar 2019 21:00

Beech Tree-kráin í dag Hér sátu félagarnir að sumbli fram á rauðanótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni fyrir langa, langa löngu, 3. apríl 1822, nánar tiltekið, fóru Sam Whitehouse og mágur hans, Joe Downing á veiðar í Halesowen í West Midlands á Englandi. Þeir höfðu mælt sér mót hjá járnsmið, Thomas Fox, klukkan átta um morguninn því Fox þurfti að fá gert við hlaup af haglabyssu. Fox tók við hlaupinu og Whitehouse og Fox fóru til skógar og sáust ekki aftur fyrr en að fimm klukkustundum liðnum.

Klukkan sex um kvöldið settust þremenningarnir að drykkju á Beech Tree-kránni.

Drykkja, grobb og veðmál

Félagarnir tóku duglega á við drykkjuna og svolgruðu í sig 24 pintum öls. Einnig gerðust þeir grobbnir og fyrr en varði upphófust veðmál um hitt og þetta. Whitehouse dró upp seðlavöndul, 10 sterlingspund, og lagði undir í einu veðmálinu, en slíka upphæð gátu Downing og Fox ekki jafnað.

Þeir drukku til klukkan níu um kvöldið, er þeir ákváðu að halda heim á leið.

Downing bjó í Rowley og Whitehouse í West Bromwich og eftir að Fox hafði hjálpað þeim á bak klárum sínum lögðu þeir af stað saman.

Meðvitundarlaus í vegkantinum

Downing sneri síðan við því hann þurfti að sækja haglabyssuhlaupið til Fox. Whitehouse hinkraði ekki við eftir mági sínum.

Um klukkustund síðar rakst Richard Aston, sem bjó á kránni, á hross sem ráfaði stefnulaust um. Aston skellti sér á bak og reið sem leið lá heim til Fox. Á leið sinni þangað reið hann fram á Whitehouse þar sem hann lá meðvitundarlaus í vegkantinum.

Downing talinn sekur

Aston hraðaði sér heim til Fox, en ekki tókst að vekja hann sökum ölvunar. Því varð úr að eiginkona Fox fór með Aston og saman komu þau Whitehouse á krána og þar kom í ljós að hann hafði svöðusár á höfði og allt hans fé var horfið. Hann dó tveimur dögum síðar.

Daginn eftir fór fram réttarrannsókn og niðurstaðan varð sú að Downing hlyti að vera sekur um morð. Hann hefði myrt Whitehouse með því að berja hann í höfuðið með haglabyssuhlaupinu fyrr nefnda.

Áverkar af völdum þessa eða hins

Downing var handtekinn og réttað yfir honum en hann lýsti yfir sakleysi sínu. Tvö fyrstu vitnin sem leidd voru fram fullyrtu að höfuðáverkar Whitehouse gætu aðeins verið eftir haglabyssuhlaup. Þriðja vitnið var sannfært um að áverkarnir hlytu að vera eftir hófa klársins og enn eitt vitnið sagði að áverkarnir væru tilkomnir vegna falls af hestbaki.

Síðan steig fram vitni sem upplýsti viðstadda um að klár Whitehouse væri mislyndur og duttlungafullur og bætti við að hann hefði séð tvo menn ganga í átt að þeim stað þar sem Whitehouse fannst.

Joe Downing var sýknaður og morðinginn eða morðingjarnir fundust aldrei – nema það hafi verið klárinn eftir allt.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Um hundrað starfsmenn FÁ komnir í sóttkví

Um hundrað starfsmenn FÁ komnir í sóttkví
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

38 ný smit í gær

38 ný smit í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands gerir grín að kvennafari á Íslandi: „Hann skorar aftur“

Einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands gerir grín að kvennafari á Íslandi: „Hann skorar aftur“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Rúmlega 1 af hverjum 100 íbúum er smitaður af kórónuveirunni – Hverfum lokað

Rúmlega 1 af hverjum 100 íbúum er smitaður af kórónuveirunni – Hverfum lokað
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump véfengir sannleiksgildi dánaróskar Ruth Bader Ginsburg

Trump véfengir sannleiksgildi dánaróskar Ruth Bader Ginsburg