fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Svæfði konur og svívirti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. apríl 2018 22:00

Joji Obara Fékk lífstíðardóm fyrir glæpi sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Kim Sung Jong fæddist árið 1952 í Osaka í Japan. Foreldrar hans voru kóreskir og faðir hans vann sig upp frá því að safna brotajárni í að sjá sér og sínum farborða sem leigubílstjóri. Hann gerði reyndar gott betur því þegar upp var staðið varð hann vellauðugur eigandi keðju keiluspilasala.

Hvað sem auði föður Kims leið sótti sláttumaðurinn slyngi hann árið 1969, þegar Kim var 17 ára. Kim erfði formúu föður síns, útskrifaðist frá Keio-háskóla með gráðu í stjórnmálafræði og lögum. Kim fékk japanskan ríkisborgararétt og breytti nafni sínu í Joji Obara.

Síðari hluta 9. áratugar 20. aldar og fyrri hluta þess 10. fjárfesti Obara grimmt í fasteignum en fór flatt á þeim fjárfestingum og fyrirtæki hans fór á hausinn. Í kjölfar þess notaði hann fyrirtækið til peningaþvættis fyrir jakúsasamtökin Sumiyoshi-kai.

Hávaði veldur lögregluheimsókn

Þann 6. júlí, 2000, barst lögreglunni í Tókýó símtal frá framkvæmdastjóra  lúxusfjölbýlishúss við strendur Miura-skagans. Sagði hann að mikill hávaði hefði borist frá einni íbúðinni.

Lögreglan ákvað að kanna málið  og í ljós kom að eigandi íbúðarinnar var enginn annar en Obara. Eftir að hafa litast um á heimilinu án þess að sjá nokkuð athyglisvert, ef undan eru skildir sementsklumpar hér og hvar, inni í íbúðinni og við innganginn og eitthvað sem virtist vera garðslanga, kvöddu lögreglumennirnir. Rétt áður en þeir fóru spurðu þeir þó hverju sementið sætti. Obara sagðist vera að skipta um flísar og létu þeir gott heita, enda engin ástæða á þeim tímapunkti til að gruna hann um græsku.

Hvarf Blackman vekur athygli

Það sem var, án þess að vitneskja lægi fyrir um það enn, var að ung, bresk kona, Lucie Blackman, hafði horfið í skömmu áður. Blackman hafði áður unnið sem flugfreyja, en þegar hún hvarf vann hún sem gestgjafi í  Casablanca-næturklúbbnum í Roppongi, þekktu gleðihverfi í Tókýó.

Lucie Blackman
Líkamsleifar hennar fundust um síðir, niðursteyptar.

Hvarf Lucie Blackman varð þegar upp var staðið mikill fjölmiðlamatur, kannski ekki síst fyrir þá staðreynd að fjölskylda hennar lofaði veglegri fjárupphæð fyrir upplýsingar sem varpað gætu ljósi á örlög hennar.

Blackman-fjölskyldan gerði gott betur, því hún kom sér einnig upp aðstöðu í Tókýó. Þangað gat fólk hringt ef það taldi sig hafa upplýsingar og hafði fjölskyldan ráðið fjölda manns í vinnu til þess eins að svara símhringingum sem þangað bárust.

Böndin berast að Obara

Það var eins og við manninn mælt, innan tíðar gáfu sig fram þrjár útlenskar konur sem höfðu nánast sömu sögu að segja. Þær höfðu unnið á hinum ýmsu klúbbum í Roppongi og farið með vellauðugum kaupsýslumanni á veitingastað við ströndina. Allar báru konurnar að þær hefðu síðan misst meðvitund og vaknað mislöngu síðar í íbúð karlmanns, aumar og veikburða. Samkvæmt frásögn kvennanna hafði karlmaðurinn notað mismunandi nöfn; Kazu, Yuji eða Koji.

Þær höfðu allar tilkynnt þetta til lögreglunnar en greinilega talað fyrir daufum eyrum því hún hafðist ekki að.

Í september, 2000, dró til tíðinda þegar fleiri konur báru Obara þeim sökum að hann hefði nauðgað þeim og hann var handtekinn í október.

Óhugnanlegt blæti

Lögreglan komst heldur betur í feitt þegar hún kannaði híbýli hans nánar. Upp úr krafsinu komu 4.000–5.000 klámmyndbönd og deginum ljósara að Obara var ekki allur þar sem hann var séður.

Stórt klámmyndasafn
Á heimili Obaras fundust 4.000–5.000 myndbönd.

Þegar þar var komið sögu taldi lögreglan ekki ólíklegt að Obara hefði nauðgað allt að 400 konum. Hann neytti eiturlyfja sér til afþreyingar og var að sögn með hvítar konur á heilanum, auk þess sem uppáhaldsblæti hans fólst í því að misnota meðvitundarlausar konur.

Á meðal myndbandanna sem lögreglan fann voru yfir 200 þar sem sjá mátti Obara á vettvangi þar sem hann svívirti konur. Stundum var hann með grímu og stundum ekki, en aldrei lék vafi á um hvern ræddi.

Einnig hélt hann eins konar dagbók þar sem sjá mátti tilvísanir í „sigra“ hans. Sum fórnarlamba hans voru „aðeins nýt til kynlífs“ og því þurfti að leita hefnda – „hefnda gagnvart veröldinni“. Síðan svæfði hann konurnar með klóróformi.

Líkamsleifar Lucie finnast

Á meðal yfir 100 vestrænna kvenna sem sjá mátti á myndböndunum var áströlsk, 21 árs kona, Carita Ridgeway. Hún hafði dáið á spítala árið 1992 eftir að hafa komið þangað í fylgd karlmanns. Talið var víst að þar hefði Obara verið á ferðinni, enda fann lögreglan kvittun fyrir innskráningu Ridgeway á spítalann í einni íbúð Obaras.

Carita Ridgeway
Kom í fylgd Obaras á sjúkrahús, en varð ekki lífs auðið.

Einnig fundust kvittanir fyrir keðjusög og skóflu.

Á heimili Obara fundust hár úr Lucie Blackman, en ekki svo mikið sem einn blóðdropi. Sundurlimaðar líkamsleifar hennar fundust loks 10. janúar, 2001, niðurgrafnar í laug í helli á ströndinni við Miura, í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá heimili Obaras. Líkið hafði verið sagað í átta hluta og skellt í steypu. Ekki reyndist unnt að úrskurða dánarorsök.

Manndráp og nauðganir

Joji Obara var að lokum ákærður fyrir að hafa byrlað Lucie Blackman ólyfjan, nauðgað henni og síðan myrt. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa nauðga sex öðrum konum og eitt manndráp í tilviki Caritu Ridgeway.

Hvað dauða Caritu áhrærði byggði saksóknari mál sitt á niðurstöðum krufningar sem sýndu leifar af klóróformi í líkama hennar auk þess sem pappírsslóð sýndi að Obara hafði komið með hana á spítalann þar sem hún síðar dó.

Í nauðgunarákærunum nægði að vísa í yfirþyrmandi sönnunargögn sem var að finna í klámmyndasafni Obaras.

Áfrýjun hafnað

Ekki var með áþreifanlegum hætti hægt að tengja Obara við morðið á Lucie Blackman, sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hvarf hennar varð þess valdandi að Jojo Obara var loks gripinn. Enginn hefur verið sakfelldur fyrir morðið á henni.

Obara var dæmdur til lífstíðarfangelsis 24. apríl 2007. Í desember árið 2010 sótti Obara um lausn á skilorði en Hæstiréttur Japan synjaði áfrýjuninni og staðfesti enn frekar lífstíðardóm yfir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Heimsins stærsta flugvél til sölu fyrir svimandi háa uppæð

Heimsins stærsta flugvél til sölu fyrir svimandi háa uppæð
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst á kvenréttindadaginn

Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst á kvenréttindadaginn
433
Fyrir 2 klukkutímum

Engar líkur á þessum skiptum Bale: ,,Það þyrfti eitthvað ótrúlegt að gerast“

Engar líkur á þessum skiptum Bale: ,,Það þyrfti eitthvað ótrúlegt að gerast“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

11 ára stúlka var myrt á leið heim úr skóla – 32 árum síðar hefur lögreglan loks handtekið meintan morðingja

11 ára stúlka var myrt á leið heim úr skóla – 32 árum síðar hefur lögreglan loks handtekið meintan morðingja
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur segir bændur ekki taka mark á eigin hræðsluáróðri: „Tímabært að þessir aðilar hætti tvískinnungnum“

Ólafur segir bændur ekki taka mark á eigin hræðsluáróðri: „Tímabært að þessir aðilar hætti tvískinnungnum“
433
Fyrir 5 klukkutímum

Barcelona harðneitar því að hafa rætt við Griezmann

Barcelona harðneitar því að hafa rætt við Griezmann